Nýr organisti

Ráðinn hefur verið nýr organisti við kirkjuna, Helga Þórdís Guðmundsdóttir og tekur hún við þann 1. september nk. er Árni Heiðar Karlsson lætur af störfum. Helga Þórdís hefur lokið kantorsprófi og einleiksáfanga á orgel frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hún lauk áður kennara og burtfararprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði post graduadenám í píanóleik í Barcelona. Helga hefur framhaldspróf í einsöng og réttindi sem grunn- og framhaldsskólakennari. Undanfarin ár hefur hún starfað sem organisti við Ástjarnarkirkju hér í Hafnarfirði. Sem organisti mun Helga Þórdís halda utan um allt tónlistarstarf kirkjunnar, leika á orgelið við helgihald og stjórna bæði kirkjukór og barnakór. Er hún boðin velkomin til starfa.

Comments are closed.