Skráning í fermingu 2014

Nú eru hafnar skráningar fyrir fermingar vorið 2014. Send hafa verið út bréf til allra barna Víðistaðasóknar fæddum árið 2000 og sem skráð eru í Þjóðkirkjuna á Íslandi og/eða foreldrar þeirra. Tekið verður “formlega” á móti skráningum sunnudaginn 5. maí nk. eftir blómamessu sem hefst kl. 11:00 – en þó verður hægt að koma skráningum til skila hvenær sem er þar til fræðslan hefst með haustnámskeiði síðla sumars. Hægt er að nálgast skráningarformið hér.

Comments are closed.