591430819_1278458807656367_6627805268278795868_n

Fjölskylduhátið – Gott ráð, Engilráð!

Fjölskylduhátíð í Víðistaðakirkju 2. sunnudag í aðventu, 7. des. kl. 11:00.
Ungmennakórar Víðistaðakirkju flytja aðventusöngleikinn Gott ráð, Engilráð! Stjórnendur kóranna eru þau Helga Sigríður Kolbeins og Sveinn Arnar Sæmundsson.

Sunnudagaskólinn verður einnig til staðar og kemur öllum, ungum sem öldnum, í réttu stemninguna.
Heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarsal að stundinni lokinni.

Heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarsal að stundinni lokinni.

Verið velkomin!

2015.9908b

Aðventuhátíð

Aðventuhátíð 1. sunnudag í aðventu 30. nóvember kl. 17:00. Valdimar Víðisson bæjarstjóri Hafnarfjarðar flytur hugvekju. Gissur Páll Gissurarson tenór syngur einsöng og með Kór Víðistaðasóknar undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson leiðir stundina.

Verið velkomin!

Vkirkja06

Sunnudagurinn 16. nóv.

Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Svanhildar og Helga.

Kaffihressing í safnaðarsal að guðsþjónustum loknum.

Verið velkomin!