GbærA3 með logo

Sumarkirkjan

Líkt og undanfarin ár verður Víðistaðakirkja í samstarfi við aðrar kirkjur í Hafnarfirði og Garðabæ um verkefnið Sumarkirkjan í Garðakirkju. Þar verða Sumarmessur á vegum þessara kirkna alla sunnudaga í sumar kl. 11:00 – í júní, júlí og ágúst. Eftir hverja messu er svo boðið upp á hressingu í hlöðunni á Króki ásamt skemmtilegri dagskrá. Sjá áætlun hér að neðan:

Haust.Bátar

Sjómannadagsmessa

Sjómannadagsmessa kl. 11:00 á sjómannadaginn 1. júní. Karlar úr Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Helga Hannessonar og sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar fyrir altari.

Fyrir guðsþjónustuna verður lagður blómsveigur að Altari sjómannsins, minnismerki um horfna sjómenn.

Verið velkomin!

Systir - Írland

Írska söngsveitin SYSTIR

Guðsþjónusta kl. 11:00 sunnudaginn 11. maí. Írska söngsveitin SYSTIR kemur í heimsókn og syngur í guðsþjónustunni. SYSTIR er hluti af hinu heimsþekkta ANÚNA Collective og er ein af eftirsóttustu söngsveitum Írlands. Listrænn stjórnandi er Michael McGlynn, tónskáld. Organisti er Sveinn Arnar Sæmundsson og prestur sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur.

Kaffihressing í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Verið velkomin!