Víðist.kirkja01

Guðsþjónusta kl. 11:00

Guðsþjónusta sunnudaginn 30. mars kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Aðalsafnaðarfundur í safnaðarheimili að guðþjónustu lokinni. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Boðið verður upp á súpu og brauð í upphafi fundar.

Verið velkomin!

Kross

Breiðfirðingamessa

Breiðfirðingamessa sunnudaginn 23. mars kl. 11:00 í samstarfi við Breiðfirðingafélagið. Breiðfirðingakórinn syngur undir stjórn Kristínar R. Sigurðardóttur. Meðleikari er Helgi Hannesson og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Veitingar í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!

Víðistaðakirkja.02b

Sunnudagur 16. mars

Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og séra Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskóli kl. 11:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Helga og Ísabellu.

Kaffihressing í safnaðarsal eftir stundirnar.

Verið velkomin!