Krílasálmar(3)

Krílasálmanámskeið

Krílasálmanámskeið verða nú aftur í boði í Víðistaðakirkju eins og fyrir nokkrum árum. Krílasálmar eru tónlistarnámskeið fyrir 3-12 mánaða börn og hefst fyrsta námskeiðið þann 3. október nk. og verður á fimmtudögum kl. 11:00 – 11:45 – í 4 skipti, lýkur fimmtudaginn 24. október. Námskeiðið er opið öllum og í boði kirkjunnar gjaldfrjálst. Takmarkaður fjöldi kemst að á hvert námskeið.

Ísabella Leifsdóttir söngkona kennir og veitir frekari upplýsingar í tölvupósti ladivarosa@gmail.com

Krílasálmar eru tækifæri til að eiga ljúfa stund í kirkjunni með börnunum. Engrar færni í söng er krafist. Á námskeiðinu leikum við okkur, dönsum og syngjum saman sálma og þekkt barnalög. Foreldrar læra að nota söng og tónlist í umönnun barnanna og börnin læra smám saman með. Við leggjum einnig áherslu á hlustun og þess að njóta samverunnar í notalegri kirkjunni.

Nánari upplýsingar og skráning – smellið á auglýsinguna hér að neðan:

Fjölskylduhátíð.15.09.24

Fjölskylduhátíð – Sunnudagaskóli

Fjölskylduhátíð og sunnudagaskóli kl. 11:00. Klara Elías söngkona kemur í heimsókn og syngur nokkur lög m.a. með Barnakór Víðistaðakirkju undir stjórn Sveins Arnars organista. Sr. Bragi og Ísabella leiða stundina.

Hressing á eftir og samvera með fermingarbörnum og foreldrum.

Verið velkomin!

Minningarstund.02

Minningarstund

Minningarstund sunnudaginn 8. sept. kl. 17:00 í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis flytur hugvekju. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Edda Sólveig Þórarinsdóttir syngur einsöng. Sr. Bragi leiðir stundina.

Altari

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta sunnudaginn 1. september kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Verið velkomin!

Sumamessa.2024

Sumarmessa í Garðakirkju

Sumarmessa í Garðakirkju kl. 11:00 í umsjón Víðistaðakirkju. Prestur. Sr. Bragi J. Ingibergsson og organisti Sveinn Arnar Sæmundsson. Félagar úr Kór Víðistaðasóknar leiða almennan söng.

Kaffi í hlöðunni á Króki á eftir og þar mun sóknarbandið spila.

Verið velkomin!

Hjólreiðamessa.v1.Fjf

Hjólreiðamessa

Sunnudaginn 16. júní verður hin árlega hjólreiðamessa. Lagt verður af stað frá tveimur stöðum, Vídalínskirkju og Ástjarnarkirkju klukkan 9:30 og hóparnir sameinast svo í Hafnarfjarðarkirkju og halda þaðan áfram. Hjólatúrinn endar í sumarmessu í Garðakirkju en í messukaffinu fáum við öndunarþjálfun frá Guðmundi Pálmarssyni og léttar veitingar.

Haust.Bátar

Sjómannadagsmessa

Sjómannadagsmessa 2. júní kl. 11:00. Kór Víðistaðakirkju syngur sjómannasálma og sjómannalög undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og við undirleik Sóknarbandsins en það skipa Ástvaldur Traustason á harmoníku, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Ragnar Z. Guðjónsson sem sér um að slá taktinn. Einsöngvari er Sigvaldi Helgi Gunnarsson. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Fyrir guðsþjónustuna verður lagður blómsveigur að Altari sjómannsins, minnismerki um horfna sjómenn.

Verið velkomin!