cartoon-choir-children-singing-song-260nw-619903832.jpg

Sunnudagurinn 29. jan.

Sunnudagaskóli kl. 10:00 í umsjá Dísu og Benna. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Föndur og hressing í safnaðarsalnum eftir stundina.

Fjölskylduhátíð kl. 11:00. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi leiðir stundina. Kaffihressing í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni.

Verið velkomin!

2015.9983b

Sunnudagurinn 22. janúar

Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Benna og Dísu.

Guðsjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Stefán Már héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Kaffihressing í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni.

Verið velkomin!

Víðist.kirkja01

Heimsókn úr Garðaprestakalli

Guðsþjónusta  sunnudaginn 15. jan. kl. 14.00 fyrir eldri borgara í Víðistaðasókn, Garðasókn og Bessastaðasókn.

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, sr. Guðrún Eggertsdóttir og Vilborg Sigurðardóttir djákni þjóna. Garðálfarnir syngja undir stjórn Ástvalds Traustasonar. Að lokinni guðsþjónustu syngur Gaflarakórinn undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Benni Sig leikur á harmoniku.

Kaffiveitingar í safnaðarsal á eftir.

Verið velkomin!

blys.900

Gamlársdagur

Hátíðarhelgistund á gamlársdag 31. desember kl. 17:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sóknarprestur sr. Bragi Jóhann Ingibergsson þjónar. Skálað fyrir árinu 2023 í safnaðarsal að athöfn lokinni. Verið velkomin!

2015.9903

Jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar ásamt foreldrum sínum sr. Sjöfn Jóhannesdóttur og sr. Gunnlaugi Stefánssyni sem prédikar. Sannkölluð fjölskyldumessa.

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar, Sólveig Sigurðardóttir syngur einsöng og Ingibjörg Guðlaugsdóttir leikur á básúnu.

Verið velkomin!

ArnarogBenni

Jólagrautur, mandla og músík

Sveinn Arnar og Benni Sig efna til jólafagnaðar með söngstund og jólagraut í Víðistaðakirkju. Sérstakur gestur verður söng- og leikkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Hansa).

Dagskráin hefst á tónleikum kl. 19.00 og um 19.50 verður hnausþykkur, vestfirskur jólagrautur í boði og að sjálfsögðu mandla og möndlugjöf.

Aðgangseyrir kr. 2.500 og miðapöntun í síma 690-2303 og í netfanginu benedikt@vidistadakirkja.is

Nú er tækifærið að bjóða mömmu og pabba, afa og ömmu eða bara sjálfum þér og þínum á jólakvöld sem mun eflaust gleðja sálina.

6695

3. sunnudagur í aðventu

  • Sunnudagaskóli kl. 10:00 í umsjá Benna og Dísu. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri.
  • Fjölskylduhátíð kl. 11:00. Nú æfum við og syngjum jólasálma saman og leiða félagar úr Kór Víðistaðasóknar sönginn undir stjórn Sveins Arnars organista. Sr. Bragi sóknarprestur leiðir stundina. Stekkjastaur kemur í heimsókn. Kaffi, djús og smákökur í safnaðarsal að athöfn lokinni.