Gulur (Facebook Event Cover) (1)

Kyrrðar- og samverustund

Kyrrðar- og samverustund sunnudaginn 10. september kl. 17:00 á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni flytur hugleiðingu og Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti sjá um tónlistarflutning. Sr. Bragi J. Ingibergsson leiðir stundina.

Verið velkomin!

music-note-design-element-doodle-260nw-666326815

Vorkvöld við Víðistaðatún

Sameiginlegir tónleikar norska kórsins John Tinnics frá Kristiansand í Noregi og Kórs Víðistaðasóknar kl. 20:00 föstudaginn 19. maí.

John Tinnics er blandaður kór með 20 söngglöðum félögum á öllum aldri. Kórarnir syngja í sitthvoru lagi en sameinast þó í einu lagi. Stjórnendur kóranna eru þau Irmelinn Ramo og Sveinn Arnar Sæmundsson.

342508825_462723489351928_518594015200606944_n

Uppstigningardagur 18. maí

Sameiginleg guðsþjónusta Víðistaðasóknar og Hafnarfjarðarsóknar á degi eldri borgara 18. maí kl. 14:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti spilar. Sr. Sighvatur Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Braga J. Ingibergssyni.

Veislukaffi í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni.

Verið velkomin!