Hittu forsetann

Barnastarfið endaði með hjólreiðaferð barnanna og leiðtoganna Maríu og Bryndísar síðastliðinn miðvikudag til Bessastaða. Eftir að hafa skoðað kirkjuna þá settust krakkarnir á kirkjutröppurnar til að borða nestið sitt. Renndi þá ekki í hlað Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og tók börnin tali eins og hans var von og vísa. Fyrir þeim var það hápunktur vel heppnaðrar ferðar eins og vel má sjá á myndunum.

Sunnudagur 12. maí

Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing í safnaðarsal að messu lokinni.