Í guðsþjónustu á sunnudaginn kemur mun tónlistarmaðurinn góðkunni og geðþekki Svavar Knútur sjá um allan tónlistarflutning. Sjá nánar hér.
Prédikun síðasta sunnudags
„Ég hef rist þig í lófa mér.“
„Snertingin og hlýjan skiptir svo miklu máli, við setjum gjarnan fingur í litla lófann hennar og hún tekur utan um með smáum fingrum.“
Ég gekk inn á vökudeildina í fylgd stolts en nokkuð áhyggjufulls föður, sem lét þessi orð falla er hann lýsti samskiptum sínum við nýfædda dóttur sína. ………
Helgihald sunnudaginn 16. sept.
Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arnar Faulkner. Sóknarprestur sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar fyrir altari og prédikar.
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Verið velkomin!
Barna- og unglingastarfið
Barna- og unglingastarf vetrarins fer að hefjast. 6-9 ára starfið hefst kl. 16:00 og 10-12 ára (TTT) starfið kl. 17:00 þriðjudaginn 18. september nk.
Unglingastarfið í Æskulýðsfélaginu Megasi hefst mánudaginn 24. september kl. 19:30.
Kyrrðarstundir
Kyrrðarstundir hefjast að nýju miðvikudaginn 19. september kl. 12:00. Notalegar og friðsælar stundir í kirkjunni og samvera yfir gómsætri súpu í safnaðarheimilinu á eftir. Næring fyrir sál og líkama!
Ný heimasíða
Opnuð hefur verið ný heimasíða fyrir Víðistaðakirkju. Lögð er áhersla á að aðkoman að síðunni sé einföld og þægileg svo fólki reynist auðvelt að finna það sem leitað er eftir bæði fljótt og vel. Á heimasíðunni verður sem fyrr reynt að birta nýjustu fréttir hverju sinni og greina frá því sem framundan er í safnaðarstarfinu.