Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. 06/01/2020 by Bragi Ingibergsson Ritningarorð dagsins Heb. 4.12
Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. 30/12/2019 by Bragi Ingibergsson Ritningarorð dagsins Jóh. 14.27
Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum. 23/12/2019 by Bragi Ingibergsson Ritningarorð dagsins Jóh. 1.14
Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla, hann skal nefndur: Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. 16/12/2019 by Bragi Ingibergsson Ritningarorð dagsins Jes. 9.5
Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. 09/12/2019 by Bragi Ingibergsson Ritningarorð dagsins Sl. 107.1
Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. 02/12/2019 by Bragi Ingibergsson Ritningarorð dagsins Matt. 7.7-8
Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. 25/11/2019 by Bragi Ingibergsson Ritningarorð dagsins Sl. 86.11
Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá. 18/11/2019 by Bragi Ingibergsson Ritningarorð dagsins Heb. 11.1
Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim sem sendi mig hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins. 11/11/2019 by Bragi Ingibergsson Ritningarorð dagsins Jóh. 5.24
„Trú þú á Drottin Jesú og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ 04/11/2019 by Bragi Ingibergsson Ritningarorð dagsins Post. 16.31