04

Bleik messa

Bleik messa verður sunnudaginn 17. október kl. 17:00. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Brynja Björk Gunnarsdóttir, formaður stuðningsfélagsins Brjóstaheill – samhjálp kvenna, flytur hugleiðingu. Konur úr Kirkjukórnum syngja undir stjórn Sveins Arnars organista. Verið velkomin!

2012.5339

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta sunnudaginn 19. september kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar og sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffihressing í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!

241520615_6200911073283065_7109078176637396272_n

Kyrrðar- og samverustund

Í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga verður haldin kyrrðar- og samverustund í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 9. september kl. 20:00.

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Margir þjást vegna sjálfsvíga ástvina. Stundin er ætluð til að mæta þeim einstaklingum, styðja, styrkja og minnast. Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem látnir eru. Hér er tækifæri til að koma saman, hlýða á uppörvandi orð, hugleiðingu aðstandenda og leyfa tónlistinni að hreyfa við okkur.

Sr. Bragi J. Ingibergsson leiðir stundina, Hafdís Huld Þórólfsdóttir flytur hugleiðingu og um tónlistarflutning sjá þau Ásta Marý Stefánsdóttir, Benedikt Sigurðsson og Sveinn Arnar Sæmundsson.

Sunnudagaskóli Víðistaðakirkja

Sunnudagaskóli kl. 10:00

Nú hefst sunnudagaskólinn að nýju og verður í kirkjunni á hverjum sunnudegi í vetur kl. 10:00. Börnin fá fjársjóðskistu að gjöf og safna í hana myndum sem þau fá við mætingu í sunnudagaskólann. Fyrsti sunnudagaskólinn í vetur verður næsta sunnudag 5. september kl. 10:00 í umsjá Benedikts Sigurðssonar. Verið velkomin!

Garðakirkja

Sumarmessa

Sumarmessa í Garðakirkju sunnudaginn 22. ágúst kl. 11:00. Sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar og Jóhann Baldvinsson spilar undir almennan söng. Á eftir verður messukaffi í Króki þar sem Benedikt Sigurðsson kirkjuvörður í Víðistaðakirkju leikur á harmóniku. Verið velkomin!