Kyrrðarstund miðvikudaginn 2. febrúar kl. 12:10. Notaleg fyrirbænastund með ljúfum tónum. Boðið er upp á súpu í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kyrrðarstundir verða svo áfram á sama tíma á miðvikudögum.
4. sunnudagur í aðventu
Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjölbreytt, falleg og jólaleg stund fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Benna Sig. og Helgu Braga. Verið velkomin!
3. sunnudagur í aðventu
Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund í Umsjá Benna Sig og Helgu Braga.
Fjölskylduhátíð kl. 11:00. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar.
Verið velkomin!
2. sunnudagur í aðventu
Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli 1. sunnudag í aðventu 28. nóvember kl. 10:00. Kveikt verður á fyrsta aðventukertinu. Skemmtileg og hátíðleg stund í umsjá Benna Sig. og Helgu Bragadóttur. Verið velkomin!
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 21. nóvember kl. 11:00. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Sigrún Dóra Jóhannsdóttir leiðir söng við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar organista. Verið velkomin!
Allra heilagra messa
Guðsþjónusta á allra heilagra messu sunnudaginn 7. nóv. kl. 11:00. Látinna minnst. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffihressing í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!
Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð sunnudaginn 31. okt. kl. 11:00. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur leiðir stundina. Vöfflukaffi í safnaðarsal eftir stundina. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli sunnudaginn 31. okt. kl. 10:00 eins og alla aðra sunnudaga í vetur. Umsjón hafa Benni Sig og Helga Bragadóttir. Fjölbreyttar, fræðandi og fjörugar stundir fyrir börn á öllum aldri. Djús, kex og föndur í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!