Messa kl. 11:00 sunnudaginn 19. jan. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Ragnar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli sunnudaginn 19. jan. kl. 11:00. Fjölbreytt, fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri.
Verið velkomin!
Sameiginleg guðsþjónusta Víðistaðaprestakalls og Garðaprestakalls verður í Víðistaðakirkju sunnudaginn 12. janúar kl. 14:00. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar fyrir altari ásamt Vilborgu Ólöfu Sigurðardóttur djákna. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar. Garðakórinn syngur í messunni undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Að messu lokinnni syngur Gaflarakórinn undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og að svo búnu verður boðið verður upp á veglegar veitingar í safnaðarsal.
Verið velkomin!
Hátíðarhelgistund kl. 17:00 á gamlársdag. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar og sr. Bragi J. ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Skálað fyrir nýju ári í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni.
Verið velkomin!
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 á jóladag. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar og Sólveig Sigurðardóttir syngur einsöng. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari.
Verið velkomin!
Aftansöngur kl. 17:00 á aðfangadag. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar og Bjarni Atlason syngur einsöng. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Verið velkomin!
Fjölskylduhátíð 3. sunnudag í aðventu kl. 11:00. Söngfuglar Víðistaðakirkju flytja helgileik í umsjá Sveins Arnars og Ísabellu.
Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur í safnaðarsalnum eftir stundina.
Verið velkomin!
Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal. Skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga.
Kaffihressing að guðsþjónustum loknum. Verið velkomin!
Aðventuhátíð 1. sunnudag í aðventu 1. desember kl. 17:00 . Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður flytur nokkur lög. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og Ísabella Leifsdóttir æskulýðsfulltrúi kirkjunnar flytur hugvekju.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli 1. sunnudag í aðventu kl. 11:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga. Skátar koma í heimsókn með friðarlogann. Heitt kakó og smákökur í safnaðarsal á eftir