6.okt.2024

Sunnudagur 6. október

Guðsþjónsta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga.

Kaffihressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!

2012.5334

Sunnudagurinn 22. sept.

Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal. Fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga.

Hressing í safnaðarsal á eftir.

Verið velkomin!

Minningarstund.02

Minningarstund

Minningarstund sunnudaginn 8. sept. kl. 17:00 í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis flytur hugvekju. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Edda Sólveig Þórarinsdóttir syngur einsöng. Sr. Bragi leiðir stundina.

Hjólreiðamessa.v1.Fjf

Hjólreiðamessa

Sunnudaginn 16. júní verður hin árlega hjólreiðamessa. Lagt verður af stað frá tveimur stöðum, Vídalínskirkju og Ástjarnarkirkju klukkan 9:30 og hóparnir sameinast svo í Hafnarfjarðarkirkju og halda þaðan áfram. Hjólatúrinn endar í sumarmessu í Garðakirkju en í messukaffinu fáum við öndunarþjálfun frá Guðmundi Pálmarssyni og léttar veitingar.