462620403_1067617515366371_7463759746941179082_n

Aðventuhátíð

Aðventuhátíð 1. sunnudag í aðventu 1. desember kl. 17:00 . Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður flytur nokkur lög. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og Ísabella Leifsdóttir æskulýðsfulltrúi kirkjunnar flytur hugvekju.

Verið velkomin!

76897502_3409589922415208_5480609261627113472_n

Sunnudagur 17. nóvember

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar organisti leikur undir. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson oþjónar fyrir altari og prédikar.

Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Stundin fer fram uppi í Suðursal kirkjunnar.

Kaffihressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!

271296794_335338445263470_1985321108175823831_n

Skagfirðingamessa

Skagfirðingamessa kl. 11:00. Kór Skagfirðinga syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista, sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Valgerður Erlingsdóttir flytur hugleiðingu.

Veitingar í safnaðarsal á eftir í boði Skagfirðingafélagsins.

Verið velkomin!

464230092_953774240124827_8743902080795265855_n

Jólakortasmiðja

Jólakortasmiðja laugardaginn 9. nóv. kl. 11:00.

Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni. Meðal annars verður notast við gamlar sálmabækur, nótur frá kórum kirkjunnar, gamalt sunnudagaskólaefni og fleira.
Komum saman stór og smá til að eiga notalega stund saman!

Námskeiðið tekur um 2 klukkustundir og er í boði kirkjunnar. Skráning fer fram hjá Ísabellu í pinkupcycling@gmail.com.
Athugið að það þarf að skrá öll börn sem og fullorðna sem mæta. Börn undir 12 ára skulu mæta í fylgd með fullorðnum.

2023, Tónleikar, Víðistaðakirkja, Víðistaðakórinn

Trúar- og tignarlegir Tindar

Tónleikar miðvikudaginn 6. nóvember kl. 20:00.

Tindatríóið er skipað feðgunum Atla Guðlaugssyni, Bjarna Atlasyni og Guðlaugi Atlasyni. Auk sálmalaga og trúarlegra sönglaga má heyra lög sem hafa fest sig í sessi í útfararathöfnum. Meðleikari á tónleikunum er Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Víðistaðakirkju.

Enginn aðgangseyrir.