Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga. Föndur og hressing í safnaðarsal á eftir.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga. Föndur og hressing í safnaðarsal á eftir.
Verið velkomin!
Skagfirðingamessa kl. 11:00. Kór Skagfirðinga syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Veitingar í safnaðarsal á eftir í boði Skagfirðingafélagsins.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli kl. 10:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Föndur og hressing í safnaðarsal á eftir.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli kl. 10:00. fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga.
Guðsþjónusta á allra heilagra messu 5. nóvember kl. 11:00. Látinna minnst. Kór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Daníel Friðjónsson leikur á klarinett. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna.
Vöfflukaffi í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.
Verið velkomin!
Mæðgurnar Hanna Björk Guðjónsdóttir og Björg Birgisdóttir, hljómsveit Agnars Más Magnússonar og Söngskólinn Domus vox flytja lög úr söngleikjum og kvikmyndum.
Miðasala á tix.is – Miðaverð kr. 4.500,-
Viðburðurinn er liður í dagskrá Vetrardaga í Víðistaðakirkju.
Kertasmiðja með Ísabellu Leifsdóttur fyrir alla fjölskylduna. Takið með hvers kyns ílát, svo sem gamlar dósir, krukkur, blómapotta eða annað fallegt og við gerum saman haustkerti.
Skráning er nauðsynleg og eru einungis 30 pláss í smiðjuna.
Börn skulu vera í fylgd fullorðinna og allir þurfa að skrá sig.
Skráning í netfanginu: pinkupcycling@gmail.com
Viðburðurinn er liður í dagskrá Vetrardaga í Víðistaðakirkju
Kór Víðistaðasóknar flytur létta dagskrá undir stjórn Sveins Arnars organista. Meðal annars verður kynning á svokölluðum “druslum” en druslur eru veraldlegir textar við þekkt sámlalög sem voru notaðir til að æfa og kenna sálmalög hér áður fyrr, þar sem réttu textarnir þóttu of heilagir til að syngja annarsstaðar en í messum. Og Bítlarnir koma líka við sögu!!
Kótilettukvöld í safnaðarsalnum á eftir eða um kl. 19:30.
Kórdagsskrá og kótilettukvöld kostar 5.000,- kr.
Skráning: kirkjuvordur@vidistadakirkja.is / 891-8477
Viðburðurinn er liður í Vetrardögum Víðistaðakirkju og Kirkjulistaviku Kjalarnessprófastsdæmis.
Orgelandakt og kyrrðarstund. Sveinn Arnar leikur íslensk orgelverk og kyrrðarstund hefst kl. 12.10. Íslensk kjötsúpa í safnaðarsal eftir stundina. Viðburðurinn er liður í dagskrá Vetrardaga í Víðistaðakirkju.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri – í umsjá Ísabellu og Helga.
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00 og Vetrardagar í Víðistaðakirkju hefjast. Sóknarbandið sér um tónlistarflutning og sóknarprestur þjónar.
Veitingar í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!
Miðvikudaginn 25. október kl. 20:00 munu organistarnir Arnór Vilbergsson, Jón Bjarnason, Sveinn Arnar Sæmundsson og Viðar Guðmundsson bjóða upp á tónleika í Víðistaðakirkju.
Nistarnir, eins og þeir kalla sig, gefa tónleikagestum innsýn í töfraveröld orgelsins og flytja óhefðbundna orgeltónlist við dægurlög og kvikmyndatónlist. Þá taka þeir upp fleiri hljóðfæri eftir því sem líður á tónleikana.
Nistarnir eru líka syngjandi organistar og stíga því á stokk og taka saman nokkur lög. Sérstakur heiðursgestur á tónleikunum er Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkusnillingur.
Tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa og eru mjög fjölbreyttir og því líklegt að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Miðasala í gegnum tix, en einnig verður hægt að kaupa miða við inngang.