Nistarnir

Nistarnir

Miðvikudaginn 25. október kl. 20:00 munu organistarnir Arnór Vilbergsson, Jón Bjarnason, Sveinn Arnar Sæmundsson og Viðar Guðmundsson bjóða upp á tónleika í Víðistaðakirkju.

Nistarnir, eins og þeir kalla sig, gefa tónleikagestum innsýn í töfraveröld orgelsins og flytja óhefðbundna orgeltónlist við dægurlög og kvikmyndatónlist. Þá taka þeir upp fleiri hljóðfæri eftir því sem líður á tónleikana.

Nistarnir eru líka syngjandi organistar og stíga því á stokk og taka saman nokkur lög. Sérstakur heiðursgestur á tónleikunum er Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkusnillingur.

Tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa og eru mjög fjölbreyttir og því líklegt að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Miðasala í gegnum tix, en einnig verður hægt að kaupa miða við inngang.

Comments are closed.