Nistarnir

Nistarnir

Miðvikudaginn 25. október kl. 20:00 munu organistarnir Arnór Vilbergsson, Jón Bjarnason, Sveinn Arnar Sæmundsson og Viðar Guðmundsson bjóða upp á tónleika í Víðistaðakirkju.

Nistarnir, eins og þeir kalla sig, gefa tónleikagestum innsýn í töfraveröld orgelsins og flytja óhefðbundna orgeltónlist við dægurlög og kvikmyndatónlist. Þá taka þeir upp fleiri hljóðfæri eftir því sem líður á tónleikana.

Nistarnir eru líka syngjandi organistar og stíga því á stokk og taka saman nokkur lög. Sérstakur heiðursgestur á tónleikunum er Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkusnillingur.

Tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa og eru mjög fjölbreyttir og því líklegt að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Miðasala í gegnum tix, en einnig verður hægt að kaupa miða við inngang.

2012.3189

Kyrrðarbænanámskeið

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi ásamt Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju bjóða upp á námskeið um Kyrrðarbæn í Víðistaðakirkju.

Námskeiðið fer fram í tveimur hlutum sá fyrri er fimmtudaginn 2. nóvember kl. 17.30-19.30 og sá seinni viku seinna fimmtudaginn 9. nóvember kl. 17.30-19.30.

Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd alveg frá frumkristni. Á námskeiðinu verður fjallað um þessa íhugunaraðferð, hún kennd og iðkuð.

Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem fer fram í þögn og gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur. Þótt aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.

Kennarar námskeiðsins eru Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir en þær eru báðar með kennsluréttindi í Kyrrðarbæn og hafa ástundað hana um árabil. Bergþóra og Bylgja Dís sjá um Kyrrðarbænastundir sem fara fram í Víðistaðakirkju á fimmtudögum kl. 17.30.


Verð: 4.000 kr. Innifalið er léttur kvöldverður bæði kvöldin og námsgögn.

Skráning: https://kyrrdarbaen.skramur.is/input.php?id=18 Nokkrum dögum fyrir námskeiðið fá þátttakendur kröfu í heimabankann sinn fyrir námskeiðsgjaldinu.
Nánari upplýsingar: bylgja@hafnarfjardarkirkja.is.

Vetur.kvöld01

Sunnudagur 22. október

Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjölbreytt, fræðandi og fjörug stund í umsjá Ísabellu og Helga.

Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar.

Kaffihressing í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Verið velkomin!

03

Bleik messa

Bleik messa kl. 17:00 sunnudaginn 15. október. Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu flytur hugleiðingu og sóknarprestur þjónar. Kór Víðstaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista.

Verið velkomin!

Barnastarf-kirkjunnar

Sunnudagaskóli kl. 10:00

Sunnudagaskóli kl. 10:00 sunnudaginn 15. október. Fræðandi og fjörug stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga.

Verið velkomin!

Petur1-scaled

Sunnudagur 1. október

Sunnudagaskóli kl. 10:00. Skemmtileg og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Helga Hjálmtýssonar.

Orgelmessa kl. 11:00. Pétur Nói Stefánsson leikur ýmis orgelverk og sóknarprestur þjónar.

Kaffihressing í safnaðarsal eftir messu.

Verið velkomin!

Kyrrðarstundir

Kyrrðar- og fyrirbænastundir verða á miðvikudögum kl. 12:10 í október og nóvember – og verður fyrsta stundin miðvikudaginn 4. október. þetta eru notalegar og nærandi stundir með ljúfri tónlist, lofgjörð og fyrirbænum. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til sóknarprests srbragi@vidistadakirkja.is eða skrá þau hér.

www.kyrrdarbaen.is (Facebook Post).04

Kyrrðarbæn

Kyrrðarbænastundir í Víðistaðakirkju hefjast að nýju fimmtudaginn 5. október kl. 17:30.

Í vetur verður boðið upp á fræðslu, tónlist, djúpslökun, málsverði og margt fleira uppbyggjandi, kyrrlátt og gott auk bænar og íhugunar.

Verið öll hjartanlega velkomin á þessar yndislegu stundir sem eru samstarfsverkefni Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju. Umsjón með stundunum hafa Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Nánari upplýsingar: bylgja@hafnarfjardarkirkja.is

2012.5307b

Sunnudagur 24. sept.

Sunnudagaskóli kl. 10:00. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri.

Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna.

Kaffihressing í safnaðarsal að messu lokinni.

Verið velkomin!