Systir - Írland

Írska söngsveitin SYSTIR

Guðsþjónusta kl. 11:00 sunnudaginn 11. maí. Írska söngsveitin SYSTIR kemur í heimsókn og syngur í guðsþjónustunni. SYSTIR er hluti af hinu heimsþekkta ANÚNA Collective og er ein af eftirsóttustu söngsveitum Írlands. Listrænn stjórnandi er Michael McGlynn, tónskáld. Organisti er Sveinn Arnar Sæmundsson og prestur sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur.

Kaffihressing í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Verið velkomin!

Plokkari.720b

Plokkmessa

Plokkmessa kl. 11:00 sunnudaginn 27. apríl. Eftir stutta helgistund í kirkjunni fara kirkjugestir út að plokka rusl í kringum kirkjuna og á Víðistaðatúni. Ruslapokar og nokkrar plokktangir á staðnum en þau sem eiga slík verkfæri eru hvött til að taka þau með.

Að loknu plokki verður boðið upp á plokkfisk í kirkjunni.

Verið velkomin!