Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 30. mars kl. 12:00 – að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Boðið verður upp á súpu og brauð í upphafi fundar.
Breiðfirðingamessa
Breiðfirðingamessa sunnudaginn 23. mars kl. 11:00 í samstarfi við Breiðfirðingafélagið. Breiðfirðingakórinn syngur undir stjórn Kristínar R. Sigurðardóttur. Meðleikari er Helgi Hannesson og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Veitingar í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!

Sunnudagur 16. mars
Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og séra Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Helga og Ísabellu.
Kaffihressing í safnaðarsal eftir stundirnar.
Verið velkomin!
Frímúraramessa kl. 11:00
Guðasþjónusta kl. 11:00 sunnudaginn 9. mars. Kirkjuferð Frímúrarastúkunnar Hamars í Hafnarfirði. Sr. Þorgeir Albert Elíesersson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Braga J. Ingibergssyni sóknarpresti og fleiri Hamarsbræðrum. Bjarni Atlason syngur einsöng við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar organista.
Messukaffi á eftir í boði Hamars í stúkuhúsinu að Ljósatröð.
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 11:00 sunnudaginn 9. mars – uppi í Suðursal. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga.
Hressing og föndur í safnaðarsal á eftir.
Verið velkomin!
Kyrrðarstundir
Kyrrðarstundir eru á miðvikudögum kl. 12:10. Næsta stund miðvikudaginn 5. mars. Þetta eru nærandi kyrrðar- og fyrirbænastundir með notalegri tónlist. Hægt að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða skrá hér. Að lokinni stund í kirkjunni er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.
Verið velkomin!

Fjölskylduhátíð á Æskulýðsdaginn
Fjölskylduhátíð og sunnudagaskóli kl. 11:00 sunnudaginn 2. mars – saman í einni athöfn. Söngfuglarnir syngja undir stjórn sveins Arnars og Ísabellu sem leiða stundina ásamt sr. Braga.
Vöfflukaffi í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni.
Verið velkomin!

Konudagurinn 23. feb.
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00 á Konudaginn 23. febrúar. Kvennakór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Ragnheiðar Söru Gímsdóttur og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Ísabellu og Helga.
Kaffiveitingar í safnaðarsal að guðsþjónustum loknum.
Verið velkomin!
Sunnudagur 16. febrúar
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga.
Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar.
Kaffihressing í safnaðarsal að guðsþjónustum loknum.

Oddfellow messa kl. 11:00
Oddfellow messa kl. 11. Hugvekju flytur Guðmundur Eiríksson, æðsti yfirmaður Oddfellowreglunnar á Íslandi. Kórinn Hallveigarsynir syngur og oddfellowar annast lestur bæna og ritningalestra. Sr. Bragi J. Ingibersson þjónar fyrir altari og organisti er Sveinn Arnar Sæmundsson.
Kaffiveitingar í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni.