Eftir þriggjá ára hlé verður nú aftur hægt að bjóða upp á hefðbundið helgihald um hátíðirnar. Það er aftansöngur kl. 17:00 á aðfangadag, hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 á jóladag og hátíðarhelgistund á gamlársdag kl. 17:00. Auk söngs kirkjukórs undir stjórn Scveins Arnars organista þá munu koma fram söngvararnir Þór Breiðfjörð og Sólveig Sigurðardóttir og básúnuleikarinn Ingibjörg Guðlaugsdóttir. Nánar hér.
Vetrardagar í Víðistaðakirkju
Vetrardagar í Víðistaðakirkju hefjast 29. október næstkomandi og standa yfir til 6. nóvember. Fjöbreytt dagskrá:

Kyrrðarbænastundir
Í október hefjast kyrrðarbænastundir í kirkjunni og verða þær á miðvikudögum kl. 17:30. Um er að ræða samstarfsverkefni Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Umsjón hafa Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.
Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem fer fram í þögn og gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur.
Þótt aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.
Verið hjartanlega velkomin á kyrrðarbænastundir, samfélag um bæn og íhugun.

Vinir í Víðistaðakirkju
„Vinir í Víðistaðakirkju” er yfirskrift barnastarfs fyrir krakka í 1. – 6. bekk.
Þar verður m.a. boðið upp á kórsöng, hljóðfæraleik, leiklist, föndur og leiki.
Skipt verður upp í hópa og unnið eftir því sem andinn blæs í brjóst í hverju sinni
Umsjón með starfinu hafa Benni Sig og Sveinn Arnar.
Rafræn skráning hér en einnig er hægt að senda póst á vidistadakirkja77@gmail.com
Sumarkirkjan
Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi um guðsþjónustuhald í júní, júlí og ágúst í Garðakirkju. Sumarmessur í Garðakirkju verða því á hverjum sunnudegi í sumar kl. 11:00 – og eftir messu hverju sinni verður boðið upp á messukaffi og ýmiss konar viðburði í hlöðunni á Króki. Sjá nánar Sumarmessur í Garðakirkju á FB.
Græn kirkja
Þriðjudaginn 26. apríl kom sr. Axel Árnason í heimsókn til okkar í Víðistaðakirkju. Kom hann frá umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og var erindið að færa okkur staðfestingarskjal þess efnis að Víðistaðakirkja væri nú orðin græn kirkja – undir yfirskriftinni „Græni söfnuðurinn okkar”. Víðistaðakirkja er þá komin í hóp u.þ.b. 20 kirkna sem hafa uppfyllt þau skilyrði sem þarf til að teljast grænn söfnuður. Þetta er sannarlega góður áfangi og hvetjandi í áframhaldandi vinnu að umhverfismálum innan safnaðarins.
Fermingarskráning 2023
Skráning í fermingarfræðslu næsta vetur og í fermingu vorið 2023 er hafin í Víðistaðakirkju. Hægt er að skrá sig rafrænt hér.
Opið hús fyrir flóttafólk
Víðistaðakirkja tekur nú þátt í samstarfsverkefninu “Get together” með Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Hafnarfjarðarkirkju og Ástjarnarkirkju – sem felur í sér að skapa aðstöðu fyrir flóttafólk til að koma saman og bjóða jafnframt upp á dagskrá á fyrrnefndum stöðum. Hér í Víðistaðakirkju munum við bjóða upp á opið hús á þriðjudögum kl. 13:00 – 15:00 og sníðum dagskrána sérstaklega að eldri börnum og unglingum. Allt flóttafólk, hvaðan sem það kemur, er að sjálfsögðu velkomið.

Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 20. mars nk. kl. 15:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarfólk er hvatt til að mæta. Kaffiveitingar. Að loknum fundi verður svo mottumessa í kirkjunni kl. 17:00. Verið velkomin!
Messað 6. febrúar
Ekkert opið helgihald hefur verið í kirkjunni í janúar vegna samkomutakmarkana, en vonandi fer að hylla undir betri tíma sem getur gefið svigrúm fyrir opnun helgihalds að nýju. Í ljósi fregna um mögulega slökun á takmörkunum í næstu viku þá er nú stefnt að því að hafa guðsþjónustu sunnudaginn 6. febrúar á hefðbundnum tíma kl. 11:00