Hér fyrir neðan má sjá kynningu á helstu þáttum safnaðarstarfsins og yfirlit yfir helgihaldið á haustmisseri.

Hér fyrir neðan má sjá kynningu á helstu þáttum safnaðarstarfsins og yfirlit yfir helgihaldið á haustmisseri.
Ísabella Leifsdóttir hefur verið ráðin til að sjá um æskulýðsstarf kirkjunnar. Ísabella er menntuð söngkona og hef einnig reynslu af störfum innan kirkjunnar, m.a. umsjón sunnudagaskóla og kórastarfi. Hún kemur til með að sjá um sunnudagaskólann og annað barnastarf og verður m.a. ásamt Sveini Arnari kórstjóra með barnakóra kirkjunnar. Er hún boðin velkomin til starfa.
Nýr kirkjuvörður Helgi Hjálmtýsson að nafni tók til starfa við Víðistaðakirkju þann 1. september síðastliðinn. Helgi er fæddur og uppalinn á Bíldudal í Arnarfirði. Hann er menntaður í bókmenntafræði, verkefnastjórnun og tónlist – og hefur starfað m.a. sem markaðs- og kynningarfulltrúi Bolungarvíkurkaupstaðar, vefsjóri Vesturbyggðar og í Fjármálaráðuneytinu, ýmis kirkjuleg störf og á tónlistarsviðinu. Helgi er giftur sr. Ástu Ingibjörgu Pétursdóttur og eiga þau tvær uppkomnar dætur.
Um leið og Helgi er boðinn velkominn til starfa er Benedikt Sigurðssyni fráfarandi kirkjuverði þökkuð vel unnin störf og óskað alls hins besta í nýjum verkefnum.
Starf kirkjuvarðar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 26. júní nk. nánari upplýsingar um starfsvið og hæfniskröfur má sjá hér á meðfylgjandi auglýsingu.
Eins og undanfarin ár verða sumarmessur í Garðakirkju á Álftanesi. Um er að ræða samstarfsverkefni Þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sem nefnist Sumarkirkjan. Það felur í sér að kirkjurnar sameinast um guðsþjónustuhald í júní, júlí og ágúst í Garðakirkju. Sumarmessur í Garðakirkju verða því á hverjum sunnudegi í sumar kl. 11:00. Eftir messu hverju sinni verður boðið upp á messukaffi og ýmiss konar viðburði í hlöðunni á Króki. Sjá nánar á Fb-síðu Sumarkirkjunnar.
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 14. maí kl. 12:00 – strax að lokinni guðsjónustu kl. 11:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar í safnaðarheimilinu. Sóknarfólk er hvatt til að mæta. Verið velkomin!
Skráning er hafin í fermingu vorið 2024 – og þá um leið fermingarstarfið sem fram fer næsta vetur 2023-2024. Fermingardagar vorið 2024 eru sunnudagurinn 17. mars, pálmasunnudagur 24. mars og skírdagur 28. mars. Hægt er að skrá sig hér.
Eftir þriggjá ára hlé verður nú aftur hægt að bjóða upp á hefðbundið helgihald um hátíðirnar. Það er aftansöngur kl. 17:00 á aðfangadag, hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 á jóladag og hátíðarhelgistund á gamlársdag kl. 17:00. Auk söngs kirkjukórs undir stjórn Scveins Arnars organista þá munu koma fram söngvararnir Þór Breiðfjörð og Sólveig Sigurðardóttir og básúnuleikarinn Ingibjörg Guðlaugsdóttir. Nánar hér.