Kyrrðarstund

Kyrrðarstundir

Kyrrðarstundir hefjast aftur miðvikudaginn 2. október kl. 12:20. Þær verða með sama formi og áður, nærandi stundir með fyrirbænum og notalegri tónlist. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða skrá þau hér. Að lokinni stund í kirkjunni er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.

Verið velkomin!

460370587_942074701296805_8169900896057749493_n

Kyrrðarbæn

Kyrrðarbænastundir í Víðistaðakirkju hefjast að nýju þann 26. september kl. 17:30. Umjón með stundunum hafa Bergþóra Baldursdóttir, Jón Snorrason og sr. Jónína Ólafsdóttir. Kyrrðarbænastundirnar eru samstarfsverkefni Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju og verða þær á fimmtudögum.

Á Kyrrðarbænastundum eru iðkaðar íhugunaraðferðir úr kristnum arfi.

Verið hjartanlega velkomin

Krílasálmar(3)

Krílasálmanámskeið

Krílasálmanámskeið verða nú aftur í boði í Víðistaðakirkju eins og fyrir nokkrum árum. Krílasálmar eru tónlistarnámskeið fyrir 3-12 mánaða börn og hefst fyrsta námskeiðið þann 3. október nk. og verður á fimmtudögum kl. 11:00 – 11:45 – í 4 skipti, lýkur fimmtudaginn 24. október. Námskeiðið er opið öllum og í boði kirkjunnar gjaldfrjálst. Takmarkaður fjöldi kemst að á hvert námskeið.

Ísabella Leifsdóttir söngkona kennir og veitir frekari upplýsingar í tölvupósti ladivarosa@gmail.com

Krílasálmar eru tækifæri til að eiga ljúfa stund í kirkjunni með börnunum. Engrar færni í söng er krafist. Á námskeiðinu leikum við okkur, dönsum og syngjum saman sálma og þekkt barnalög. Foreldrar læra að nota söng og tónlist í umönnun barnanna og börnin læra smám saman með. Við leggjum einnig áherslu á hlustun og þess að njóta samverunnar í notalegri kirkjunni.

Nánari upplýsingar og skráning – smellið á auglýsinguna hér að neðan:

Banner19

Sumarkirkjan

Nú er Sumarkirkjan að hefjast, en það er samstarfsverkefni þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Standa allir þessir söfnuðir að Sumarmessum í Garðakirkju sem fram fara hvern sunnudag kl. 11:00 í júní, júlí og ágúst. Að lokinni hverri messu er svo boðið upp á kirkjukaffi og viðburð í gömlu hlöðunni að Króki. Er þetta fimmta sumarið í röð sem þessar kirkjur Vídalínskirkja, Bessastaðakirkja, Víðistaðakirkja, Hafnarfjarðarkirkja, Ástjarnarkirkja og Fríkirkjan í Hafnarfirði vinna saman að þessu verkefni sem eflist með hverju árinu.

Mynd.01

Blómasala

Árleg blómasala Systrafélags Víðistaðasóknar hefst 23. maí nk. og stendur yfir í viku, eða til og með 30. maí. Blómasalan er opin alla dagana kl. 11:00 – 18:00. Sumarblómasala Systrafélagsins er stærsta fjáröflun félagsins og eru íbúar Víðistaðasóknar og Hafnfirðingar allir hvattir til að koma við á kirkjutorginu og styrkja góð málefni með því að kaupa falleg og sterk íslensk blóm frá Gróðrastöðinni Flóru.

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur Víðistaðasóknar verður haldinn í safnaðarheimili Víðistaðakirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 12:00 – strax að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni. Á dagskrá verða venjulega aðalfundarstörf.

Um aðalsafnaðarfund: Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reikningsskila af hendi sóknarnefndar og einstakra nefnda innan sóknarinnar. Á aðalsafnaðarfundi skal taka fyrir eftirfarandi. Gera skal grein fyrir rekstri og starfsemi sóknarinnar á liðnu starfsári. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar og kirkjugarðs f sl. ár. Einnig skal gerð grein fyrir starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundar. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar skulu gerðar á aðalsafnaðarfundi auk kosningar í stjórnir og ráð þegar það á við.

Víðistaðakirkja.1040

Kirkjulistavika

Kirkjulistavika Kjalarnessprófastsdæmis verður dagana 29. október – 5. nóvember – og er samstarfsverkefni allra safnaða prófastsdæmisins. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá eins og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu. Viðburðir hér í Víðistaðakirkju eru jafnframt hluti af Vetrardögum í Víðistaðakirkju sem standa yfir þessa sömu viku.