Ferming

Fermingum frestað

Vegna sakomubanns næstu 4 vikur verður fyrirhuguðum fermingarathöfnum 29. mars, 5. apríl og 9. apríl frestað til hausts. Fermt verður 30. ágúst og 6. september og hefjast athafnirnar kl. 10:30. Tekið skal skýrt fram að allir fá að fermast á þeim degi sem valinn er.

vidistadakirkja-logo-200px

Samkomubann

Í ljósi nýjustu tíðinda frá heilbrigðisyfirvöldum um samkomubann vegna Covid-19 veirunnar í 4 vikur frá og með 15. mars nk. hefur verið ákveðið að fella helgihald niður hér í Víðistaðakirkju frá og með sama degi og fram yfir páska. Jafnvel þó að guðsþjónustur þurfi ekki að falla undir bannið nema þær fjölmennari, þá hlýtur það að vera skylda kirkjunnar sem samfélags að styðja aðgerðir yfirvalda við að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar með því m.a. að stefna ekki fólki saman á slíkum óvissutímum og sýna þannig ábyrgð í verki. Fermingarathöfnum, sem fyrirhugaðar voru 29. mars, 5. apríl og 9. apríl, verður frestað til 30. ágúst og 6. september.

Uppfært 14. mars:

Skömmu eftir birtingu tilkynningarinnar hér að ofan barst eftirfarandi fréttatilkynning frá Biskupi Íslands sem byggir undir þá ákvörðun sem tekin var:

Messuhald og fermingar falla niður í vor vegna samkomubanns.

Í samhljóðan við ákvörðun stjórnvalda sem kynnt var á upplýsingafundi forsætisráðherra rétt í þessu um samkomubann vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur biskup Íslands sent út eftirfarandi tilkynningu.

Allt messuhald og vorfermingar falla niður í Þjóðkirkjunni. Ákvörðunin er tekin með almannaheill í huga og gildir á meðan samkomubann er í gildi.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvenær farið verður af stað aftur með hefðbundið starf.

Ákvörðun biskups Íslands verður endurskoðuð í samhengi við frekari ákvarðanir stjórnvalda.

Hins vegar verður streymt frá messuhaldi á netinu þann tíma sem almennt messuhald fellur niður.

Prestar landsins halda áfram að gegna mikilvægri sálgæsluþjónustu með öllum þeim varúðarsjónarmiðum sem landlæknir hefur gefið út. Boð þess efnis fóru frá biskupi Íslands út til presta rétt í þessu.

Ljóst er að þessi ákvörðun setur þann einstaka viðburð sem ferming er hverjum einstaklingi og fjölskyldu hans í erfiða stöðu. Fermingardagur er tímamótaviðburður í lífi einstaklinga – um leið er dagurinn oft mikið ættar- og vinamót. Þetta er því þung ákvörðun að taka, en um leið afar mikilvæg og tekin með velferð fólks í huga.

Framundan er mikil áskorun fyrir íslenskt samfélag að takast á við þennan vágest sem COVID-19 er. Þar mun fullur sigur vinnast með samtakamætti, samheldni og ábyrgð – trú, von og kærleika.

Sem stendur er gert ráð fyrir sumarfermingum og haustfermingum. Allar nánari útfærslur verða gerðar í samráði presta og safnaða. Við hvetjum því alla að hafa samband við sinn prest eða kirkju varðandi framhaldið.

Næstu dagar munu einkennast af snörum vendingum, nýjum upplýsingum og hröðum skiptingum. Það er því afar mikilvægt að fylgjast vel með og samtaka að fylgja fyrirmælum stjórnvalda.

Aðalfundi frestað

Aðalsafnaðarfundi sem boðaður hafði verið nk. sunnudag 15. mars er frestað til sunnudagsins 10. maí nk. Hann verður auglýstur aftur með lögbundnum hætti þegar nær dregur.

61370662_1856852947749962_101937698696069120_n

Systrafélagið 40 ára

Systrafélag Víðistaðasóknar hélt upp á 40 ára afmæli þann 2. mars sl. með glæsilegri veislu í safnaðarheimili kirkjunnar, þar sem auk systrafélagskvenna var boðið sóknarnefndarfólki, sóknarpresti og starfsfólki kirkjunnar. Var boðið upp á mat frá Kænunni, söngatriði með Guðrúnu Árnýju og Systrafélagskonan Unnur Sveinsdóttir rakti sögu félagsins frá upphafi. Afmælisávörp fluttu þau Valgerður Sigurðardóttir varaformaður sóknarnefndar og Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur, þau óskuðu félagskonum til hamingju með afmælið og þökkuð þeim fyrir óeigingjörn og mikilvæg störf þeirra í þágu kirkjunnar. Formaður félagsins er Sigríður Jónsdóttir sem stýrði afmælisfundinum.

sqcomnewL

Guðsþjónusta

Kirkjuferð frímúrarastúkunnar Hamars í Hafnarfirði. Bjarni Atlason syngur einsöng og félagar úr Drengjakór Hamars leiðir almennan söng undir stjórn Helgu Þórdísar organista. Þorgeir Albert Elíesersson prédikar og sóknarprestur þjónar með aðstoð Hamarsbræðra. Verið velkomin!

Altari

Aðalsafnaðarfundur

verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar strax að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11:00 sunnudaginn 15. mars nk. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarfólk er hvatt til að mæta.