plakat_a4

Víðistaðakirkja býður í “leikhús” á Vetrardögum.

3 sýningar verða af “Lítil saga úr orgelhúsi” í Víðistaðakirkju þriðjudaginn 1. nóvember. kl. 8:30, 9:30 og 10:30.

Sögumaður er Bergþór Pálsson söngvari. Sagan er eftir Guðnýju Einarsdóttir sem jafnframt leikur á orgelið. Tónlistin er eftir Michael Jón Clarke og myndskreytingar gerði Fanney Ósk Sizemore.

Öllum börnum 10 ára og yngri í skólum hverfisins hefur verið boðið á sýninguna  plakat_a4– nokkur sæti eru laus á sýninguna kl. 8:30 og 10:30 fyrir áhugasama 🙂

-svavar_knutur_05_617702831

Sunnudagur 30. október:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flytur ljúfa og skemmtilega tónlist og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Veitingar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

-svavar_knutur_05_617702831

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Maríu og Bryndísar, fer fram uppi í suðursal. Veitingar í safnaðarheimilinu á eftir.

Messa í Víðistaðakirkju á sunnudag, 23. okt. kl. 11:00

Félagar úr Kór Víðistaðasóknar syngja og sömuleiðis Einar Dagur Jónsson, nemandi við Söngskólann í Reykjavík, við undirleik Helgu Þórdísar.

Sr. Hulda Hrönn Helgadótir þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskólinn verður á “sínum stað” á sama tíma undir stjórn þeirra Maríu og Bryndísar.

Allir eru hjartanlega velkomnir – Djús og kaffisopi í boði eftir stundina.