Barnastarfið í Víðistaðakirkju

Verið velkomin í Víðistaðakirkju.

Kirkjustarfið hefst 14. sept. kl. 13.30 fyrir 6-9 ára & kl. 14.30 fyrir 10-12 ára.

Við viljum biðja foreldra að skrá börnin sín í kirkjustarfið með því að senda okkur epóst.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kærleikskveðja,

María (s. 6985257 / mariagunn@gmail.com) & Bryndís (s. 6954687 / bryndissvavars@gmail.com)

 Dagskrá barnastarfsins 2016-2017

14. sept                     Frjáls leikur

21. sept                     Teninga-ratleikur

28. sept                     Skipulagsdagur (frí)

5. okt                          Finding Nemo – Umhverfisvernd

12. okt                       Finding Nemo – Sorg og sorgarviðbrögð

19. okt                       Finding Nemo – Tryggð og vinátta

26. okt                       Finding Nemo – Skírn

2. nóv                         Finding Nemo – Vinir, freisting og fyrirgefning

9. nóv                         Finding Nemo – Samfélagsábyrgð

16. nóv                      Finding Nemo – Hugrekki og von

23. nóv                      Finding Nemo – Æfingin skapar meistarann

30. nóv                      Finding Nemo – Sátt og sáttamiðlun

7. des                         Finding Nemo – Fögnuður og gleði

14. des                       Bíósýning Finding Nemo – Popp og djús

 Gleðileg jól

index

Sunnudagur 18. september:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Ragnheiður Gröndal flytur ljúfa og fallega tónlist og sr. Hulda Hrönn Helgadóttir héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Hressing í safnaðarsal eftir guðsþjónustu. index

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Hressing í safnaðarsal á eftir.

Messuþjónar í Víðistaðakirkju

Svokallaðir messuhópar hafa verið starfræktir í Víðistaðakirkju um margra ára skeið. Hugmyndin að baki þeim er sú að auka með því þátttöku safnaðarfólks í helgihaldinu og að það verði sýnilegra í öllum þáttum þess. Messuþjónastarfið er skemmtilegt og gefandi sjálfboðastarf.

Síðastliðinn vetur störfuðu um 16-18 sjálfboðaliðar, fólk á öllum aldri, í fjórum messuhópum í Víðistaðakirkju, auk fermingarbarna sem einnig sinna messuþjónustu. Hver hópur mætir að jafnaði í fimmtu hverja messu og sjá messuþjónarnir um ákveðna þætti hennar. Þannig taka þeir á móti safnaðarfólki við kirkjudyr, afhenda sálmabækur og messuskrár, taka þátt í að biðja kirkjubænir og aðstoða við útdeilingu sakramentisins.

Messuþjónar eru einnig til taks fyrir prest og kirkjuvörð ef á þarf að halda, hella upp á kirkjukaffi og hjálpa til við að ganga frá eftir messu. Messuþjónum standa líka til boða ýmis námskeið og fræðsla um trú og kirkjustarf.

Starf messuþjóna í Víðistaðakirkju er tilboð til þeirra sóknarbarna sem vilja virkja þátttöku í starfi hennar á sínum forsendum. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni geta haft samband við prest kirkjunnar, séra Braga J. Ingibergsson í síma 565-2050/894-7173 eða með netpósti srbragi@vidisadakirkja.is.

Skráningarhnappur.texti

Fermingarnámskeið

Fermingarundirbúningur fyrir börn sem hyggjast fermast í Víðistaðakirkju vorið 2017 hefst með sumarnámskeiði í næstu viku, dagana 15. – 18. ágúst. Dagskrá námskeiðsins hefst alla dagana kl. 9:00 að morgni og stendur yfir til kl. 12:00. Sjá nánar um tilhögun námskeiðsis á fermingarsíðunni.

Enn er hægt að skrá sig, annað hvort með því að smella á hnappinn hér að neðan  eða mæta á námskeiðið og skrá sig á staðnum:

Skráningarhnappur.texti