Haust.Lauf02

Kyrrðar- og samverustund

Í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga verður haldin kyrrðar- og samverustund í Víðistaðakirkju miðvikudaginn 7. september kl. 20:00. Sr. Bragi leiðir stundina, Hafdís Huld Þórólfsdóttir og Björgvin Franz Gíslason flytja hugleiðingar og Sveinn Arnar heldur utan um tónlistina. Verið velkomin!

285915061_7687708824603275_9170095524598181573_n

Vorboði – Tónleikar

Kór Víðistaðasóknar heldur tónleika í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 20:00. Fjölbreytt, glaðleg og skemmtileg efnisskrá. Einsöng með kórnum syngur Sigrún Dóra Jóhannsdóttir og Jón Rafnsson leikur á kontrabassa. Benni Sig mun leiða „hjálp í viðlögum” eins og honum er einum lagið. Sveinn Arnar Sæmundsson gefur tóninn! Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.

stencil.facebook-photo-2022-05-23T122901.706

Uppstigningardagur

Guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju á uppstigningardag kl. 14:00, sameiginlega fyrir Víðistaðasókn og Hafnarfjarðarsókn. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og sr. Bragi J. Ingibergsson þjóna. Egill Friðleifsson flytur hugvekju, Gaflarakórinn og félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Verið velkomin!