Sunnudagaskóli kl. 10:00 í umsjá Benna Sig og Dísu. Verið velkomin í skemmtilegar stundir fyrir börn á öllum aldri.
Tónlistarguðsþjónusta
Poppmessa sunnudaginn 11.sept. kl. 11:00. Sóknarbandið sér um tónlistarflutning og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Sérstakur gestur er Björgvin Franz Gíslason leikari. Samvera með fermingarbörnum og foreldrum að messu lokinni. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 10:00 sunnudaginn 11. september. Fjölbreytt, fræðandi og fjörug stund í umsjá Benna Sig og Þórdísar Ólafar. Hressing og föndur í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!
Kyrrðar- og samverustund
Í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga verður haldin kyrrðar- og samverustund í Víðistaðakirkju miðvikudaginn 7. september kl. 20:00. Sr. Bragi leiðir stundina, Hafdís Huld Þórólfsdóttir og Björgvin Franz Gíslason flytja hugleiðingar og Sveinn Arnar heldur utan um tónlistina. Verið velkomin!
Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð og sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá sr. Braga, Sveins Arnars, Benna Sig og Þórdísar Ólafar. Hressing í safnaðarheimilinu á eftir. Verið velkomin!
Sumarmessa í Garðakirkju
Sumarmessa í Garðakirkju sunnudaginn 21. ágúst kl. 11:00. Sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar og félagar úr Kór Víðistaðasóknar leiða söng við undirleik Jóhanns Baldvinssonar organista. Á eftir verður messukaffi í Króki þar sem Benedikt Sigurðsson leikur á harmóniku. Verið velkomin!
Sumarmessur í Garðakirkju
Sumarmessur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11:00. Víðistaðakirkja tekur þátt í Sumarmessunum, sem er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Kaffi og dagskrá á Króki eftir messur. Sjá nánar á Facebook: Sumarmessur í Garðakirkju
Vorboði – Tónleikar
Kór Víðistaðasóknar heldur tónleika í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 20:00. Fjölbreytt, glaðleg og skemmtileg efnisskrá. Einsöng með kórnum syngur Sigrún Dóra Jóhannsdóttir og Jón Rafnsson leikur á kontrabassa. Benni Sig mun leiða „hjálp í viðlögum” eins og honum er einum lagið. Sveinn Arnar Sæmundsson gefur tóninn! Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.
Sumarmessur í Garðakirkju
Fyrsta sumarmessan í Garðakirkju verður á hvítasunnudag 5. júní kl. 11:00. Kaffi og samverustund í hlöðunni á Króki á eftir. Verið velkomin!
Uppstigningardagur
Guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju á uppstigningardag kl. 14:00, sameiginlega fyrir Víðistaðasókn og Hafnarfjarðarsókn. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og sr. Bragi J. Ingibergsson þjóna. Egill Friðleifsson flytur hugvekju, Gaflarakórinn og félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Verið velkomin!