stencil.facebook-photo-2022-05-23T122901.706

Uppstigningardagur

Guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju á uppstigningardag kl. 14:00, sameiginlega fyrir Víðistaðasókn og Hafnarfjarðarsókn. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og sr. Bragi J. Ingibergsson þjóna. Egill Friðleifsson flytur hugvekju, Gaflarakórinn og félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Verið velkomin!

Plokkari.720b

Plokkmessa

Plokkmessa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Eftir guðsþjónustu verður farið út og plokkað í kringum kirkjuna og á Víðistaðatúni. Boðið verður upp á grillaðan plokkfisk að loknu verki. Gerum hreint fyrir okkar dyrum – og hjálpumst að við að fegra umhverfið. Verið velkomin!

EinarAron

Fjölskyldu- og vorhátíð

Sunnudaginn 1. maí kl. 11:00 höldum við fjölskyldu- og vorhátíð hér í Víðistaðakirkju. Við hefjum samveru í kirkjunni með söng og gleði. Sérstakur gestur er Einar Aron töframaður. Eftir stundina grillum við pylsur á kirkjutorginu.Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að koma og eiga góða stund með okkur. Verið velkomin!

hraunbúar

Skátamessa

Skátamessa verður á sumardaginn fyrsta 21. apríl kl. 13:00 – á vegum Skátafélagsins Hraunbúa. Félagar úr Skátakórnum sjá um söng undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Ræðumaður er Harpa Ósk Valgeirsdóttir. Að lokinni guðsþjónustu verður gengið í skrúðgöngu frá kirkjunni að Thorsplani. Verið velkomin og gleðilegt sumar.