464230092_953774240124827_8743902080795265855_n

Jólakortasmiðja

Jólakortasmiðja laugardaginn 9. nóv. kl. 11:00.

Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni. Meðal annars verður notast við gamlar sálmabækur, nótur frá kórum kirkjunnar, gamalt sunnudagaskólaefni og fleira.
Komum saman stór og smá til að eiga notalega stund saman!

Námskeiðið tekur um 2 klukkustundir og er í boði kirkjunnar. Skráning fer fram hjá Ísabellu í pinkupcycling@gmail.com.
Athugið að það þarf að skrá öll börn sem og fullorðna sem mæta. Börn undir 12 ára skulu mæta í fylgd með fullorðnum.

2023, Tónleikar, Víðistaðakirkja, Víðistaðakórinn

Trúar- og tignarlegir Tindar

Tónleikar miðvikudaginn 6. nóvember kl. 20:00.

Tindatríóið er skipað feðgunum Atla Guðlaugssyni, Bjarna Atlasyni og Guðlaugi Atlasyni. Auk sálmalaga og trúarlegra sönglaga má heyra lög sem hafa fest sig í sessi í útfararathöfnum. Meðleikari á tónleikunum er Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Víðistaðakirkju.

Enginn aðgangseyrir.

Allra heilagra messa

Allra heilagra messa

Guðsþjónusta kl. 11:00 á allra heilagra messu sunnudaginn 3. nóv. Látinna minnst. Kór Víðistaðasóknar syngur undist stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista, Jón Rafnsson leikur á kontrabassa og Ástvaldur Traustason á píanó. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Í tilefni upphafs Vetrardaga í Víðistaðakirkju verður boðið upp á veglegar veitingar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustum loknum.

2012.5325

Sunnudagur 27. okt.

Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari.


Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga.

Hressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!