Haust.Bátar

Sjómannadagsmessa

Sjómannadagsmessa 2. júní kl. 11:00. Kór Víðistaðakirkju syngur sjómannasálma og sjómannalög undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og við undirleik Sóknarbandsins en það skipa Ástvaldur Traustason á harmoníku, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Ragnar Z. Guðjónsson sem sér um að slá taktinn. Einsöngvari er Sigvaldi Helgi Gunnarsson. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Fyrir guðsþjónustuna verður lagður blómsveigur að Altari sjómannsins, minnismerki um horfna sjómenn.

Verið velkomin!

logo-hafnarfjardarkirkja

Messa á degi eldri borgara

Sameiginleg messa Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju á degi eldriborgara – uppstigningardag 9. apríl verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju kl. 14:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Sr. Bragi J. Ingibergsson og sr. Jónína Ólafsdóttir þjóna fyrir altari. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson prédikar. Veglegar veitingar í boði að messu lokinni. Verið hjartanlega velkomin!

default

Sunnudagurinn 21. apríl

Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal í umsjá Ísabellu og Helga. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri.

Kaffihressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!