Messa í Víðistaðakirkju á sunnudag, 23. okt. kl. 11:00

Félagar úr Kór Víðistaðasóknar syngja og sömuleiðis Einar Dagur Jónsson, nemandi við Söngskólann í Reykjavík, við undirleik Helgu Þórdísar.

Sr. Hulda Hrönn Helgadótir þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskólinn verður á “sínum stað” á sama tíma undir stjórn þeirra Maríu og Bryndísar.

Allir eru hjartanlega velkomnir – Djús og kaffisopi í boði eftir stundina.

 

Barnastarfið í Víðistaðakirkju

Verið velkomin í Víðistaðakirkju.

Kirkjustarfið hefst 14. sept. kl. 13.30 fyrir 6-9 ára & kl. 14.30 fyrir 10-12 ára.

Við viljum biðja foreldra að skrá börnin sín í kirkjustarfið með því að senda okkur epóst.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kærleikskveðja,

María (s. 6985257 / mariagunn@gmail.com) & Bryndís (s. 6954687 / bryndissvavars@gmail.com)

 Dagskrá barnastarfsins 2016-2017

14. sept                     Frjáls leikur

21. sept                     Teninga-ratleikur

28. sept                     Skipulagsdagur (frí)

5. okt                          Finding Nemo – Umhverfisvernd

12. okt                       Finding Nemo – Sorg og sorgarviðbrögð

19. okt                       Finding Nemo – Tryggð og vinátta

26. okt                       Finding Nemo – Skírn

2. nóv                         Finding Nemo – Vinir, freisting og fyrirgefning

9. nóv                         Finding Nemo – Samfélagsábyrgð

16. nóv                      Finding Nemo – Hugrekki og von

23. nóv                      Finding Nemo – Æfingin skapar meistarann

30. nóv                      Finding Nemo – Sátt og sáttamiðlun

7. des                         Finding Nemo – Fögnuður og gleði

14. des                       Bíósýning Finding Nemo – Popp og djús

 Gleðileg jól

index

Sunnudagur 18. september:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Ragnheiður Gröndal flytur ljúfa og fallega tónlist og sr. Hulda Hrönn Helgadóttir héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Hressing í safnaðarsal eftir guðsþjónustu. index

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Hressing í safnaðarsal á eftir.