12362665_450161398524595_6232556174011194004_o

Sunnudagur 18. febrúar:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Kvennakór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur og sr. Sigfinnur Þorleifsson þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Hressing í safnaðarhemilinu að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!

12362665_450161398524595_6232556174011194004_o

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Djús og kex í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!

Sunnudagur 11. febrúar:

Guðsþjónusta kl. 11:00

Um er að ræða útvarpsmessu og mun Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjóna með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Hressing í safnaðarheimilinu á eftir. verið velkomin!

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar, fer fram uppi í suðursal að venju. Kex og djús í safnaðarsalnum á eftir. verið velkomin!

434A7502

Fermingarhátíð

Í gær sunnudaginn 28. febrúar var haldin stór fermingarhátíð á samstarfssvæði kirknanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Á hátíðina mættu um 320 börn og vegna fjöldans var þeim skipt í tvo hópa eftir kynjum; á fyrri hluta dagskrárinnar voru stúlkur í Vídalínskirkju og drengir  í Hafnarfjarðarkirkju. Síðan komu báðir hópar saman hér í Víðistaðakirkju á lokastundina, stórtónleika þar sem hljómsveitin Sálmari lék og Jón Jónsson mætti á svæðið og tók nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra. 434A7502434A7516434A7544434A7547434A7558434A7584