Kirkja fjallræðunnar
Víðistaðakirkja
Skráning í fermingu vorið 2021 er hafin. Skráningarformið er að finna á síðunni Fermingarstarf. Einnig er hægt að smella á fjólubláa gluggan hér að neðan.
Viðburðir
Hátíðarhelgistund
Hátíðarhelgistund kl. 17:00 á gamlársdag. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar og sr. Bragi J. ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Skálað fyrir nýju
Hátíðarguðsþjónusta
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 á jóladag. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar og Sólveig Sigurðardóttir syngur einsöng. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari.
Aftansöngur á aðfangadag
Aftansöngur kl. 17:00 á aðfangadag. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar og Bjarni Atlason syngur einsöng. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir
Fjölskylduhátíð og helgileikur
Fjölskylduhátíð 3. sunnudag í aðventu kl. 11:00. Söngfuglar Víðistaðakirkju flytja helgileik í umsjá Sveins Arnars og Ísabellu. Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur
Sunnudagur 8. desember
Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi
Aðventuhátíð
Aðventuhátíð 1. sunnudag í aðventu 1. desember kl. 17:00 . Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður flytur nokkur lög. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista
Fréttir
Blómasala
Árleg blómasala Systrafélags Víðistaðasóknar hefst 23. maí nk. og stendur yfir í viku, eða til og með 30. maí. Blómasalan er opin alla dagana kl. 11:00 – 18:00. Sumarblómasala Systrafélagsins er stærsta fjáröflun félagsins og eru íbúar Víðistaðasóknar og Hafnfirðingar allir hvattir til að koma við á kirkjutorginu og styrkja góð málefni með því að kaupa falleg og sterk íslensk blóm frá Gróðrastöðinni Flóru.
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Víðistaðasóknar verður haldinn í safnaðarheimili Víðistaðakirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 12:00 – strax að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni. Á dagskrá verða venjulega aðalfundarstörf. Um aðalsafnaðarfund: Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reikningsskila af hendi sóknarnefndar og einstakra nefnda innan sóknarinnar. Á aðalsafnaðarfundi skal taka fyrir eftirfarandi. Gera skal grein fyrir rekstri og starfsemi sóknarinnar á liðnu starfsári. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar og kirkjugarðs f sl. ár. Einnig skal gerð grein fyrir starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundar. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar skulu gerðar á aðalsafnaðarfundi auk kosningar í stjórnir og ráð þegar það á við.
Helgihald um jól og áramót
Hér má sjá yfirlit yfir helgihaldið í Víðistaðakirkju um jól og áramót.
Fréttir
Viðburðir
Sunnudagur 17. nóvember
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar organisti leikur undir. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson oþjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Stundin fer fram uppi í Suðursal kirkjunnar. Kaffihressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!
Skagfirðingamessa
Skagfirðingamessa kl. 11:00. Kór Skagfirðinga syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista, sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari og Valgerður Erlingsdóttir flytur hugleiðingu. Veitingar í safnaðarsal á eftir í boði Skagfirðingafélagsins. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal. Verið velkomin!
Jólakortasmiðja
Jólakortasmiðja laugardaginn 9. nóv. kl. 11:00. Smiðja fyrir alla fjölskylduna til að vinna saman að gerð fallegra jólakorta úr efni sem fellur til í kirkjunni. Meðal annars verður notast við gamlar sálmabækur, nótur frá kórum kirkjunnar, gamalt sunnudagaskólaefni og fleira.Komum saman stór og smá til að eiga notalega stund saman! Námskeiðið tekur um 2 klukkustundir og er í boði kirkjunnar. Skráning fer fram hjá Ísabellu í pinkupcycling@gmail.com.Athugið að það þarf að skrá öll börn sem og fullorðna sem mæta. Börn undir 12 ára skulu mæta í fylgd með fullorðnum.
Ritningarorð vikunnar
Föst dagskrá í kirkjunni
Mánudagar
19:00
Systrafélag Víðistaðakirkju, fundir/samverur
Þriðjudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
19:30 Æfing kirkjukórs
Miðvikudagar
11:00 – 12:00
Viðtalstími sóknarprests
12:10
Kyrrðar- og fyrirbænastund
12:30 – 13:00
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
13:30 – 14.30
6-9 ára starf
14:30 – 15:30
10-12 ára starf (TTT)
17:30 – 19:00
Sóknarnefndarfundur annan miðvikudag í mánuði.
Fimmtudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
12:00 – 13:00 NSU-fundur einu sinni í mánuði.
13:20 Æfing barnakórs
14:20 Tónlistarhópur barna
15:15 Fermingarfræðsla
Föstudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
20:00 – GA-fundur
Laugardagar
11:00 Coda-fundur