


Kirkja fjallræðunnar
Víðistaðakirkja
Skráning í fermingu vorið 2021 er hafin. Skráningarformið er að finna á síðunni Fermingarstarf. Einnig er hægt að smella á fjólubláa gluggan hér að neðan.
Viðburðir
Sumarmessa í Garðakirkju
Sumarmessa í Garðakirkju sunnudaginn 21. ágúst kl. 11:00. Sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar og félagar úr Kór Víðistaðasóknar leiða söng við undirleik Jóhanns Baldvinssonar organista.
Sumarmessur í Garðakirkju
Sumarmessur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11:00. Víðistaðakirkja tekur þátt í Sumarmessunum, sem er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Kaffi og dagskrá
Vorboði – Tónleikar
Kór Víðistaðasóknar heldur tónleika í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 20:00. Fjölbreytt, glaðleg og skemmtileg efnisskrá. Einsöng með kórnum syngur Sigrún Dóra Jóhannsdóttir og Jón
Sumarmessur í Garðakirkju
Fyrsta sumarmessan í Garðakirkju verður á hvítasunnudag 5. júní kl. 11:00. Kaffi og samverustund í hlöðunni á Króki á eftir. Verið velkomin!
Uppstigningardagur
Guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju á uppstigningardag kl. 14:00, sameiginlega fyrir Víðistaðasókn og Hafnarfjarðarsókn. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og sr. Bragi J. Ingibergsson þjóna. Egill Friðleifsson flytur
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 22. maí kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Verið velkomin!
Fréttir
Opið hús fyrir flóttafólk
Víðistaðakirkja tekur nú þátt í samstarfsverkefninu “Get together” með Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Hafnarfjarðarkirkju og Ástjarnarkirkju – sem felur í sér að skapa aðstöðu fyrir flóttafólk til að koma saman og bjóða jafnframt upp á dagskrá á fyrrnefndum stöðum. Hér í Víðistaðakirkju munum við bjóða upp á opið hús á þriðjudögum kl. 13:00 – 15:00 og sníðum dagskrána sérstaklega að eldri börnum og unglingum. Allt flóttafólk, hvaðan sem það kemur, er að sjálfsögðu velkomið.
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 20. mars nk. kl. 15:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarfólk er hvatt til að mæta. Kaffiveitingar. Að loknum fundi verður svo mottumessa í kirkjunni kl. 17:00. Verið velkomin!
Messað 6. febrúar
Ekkert opið helgihald hefur verið í kirkjunni í janúar vegna samkomutakmarkana, en vonandi fer að hylla undir betri tíma sem getur gefið svigrúm fyrir opnun helgihalds að nýju. Í ljósi fregna um mögulega slökun á takmörkunum í næstu viku þá er nú stefnt að því að hafa guðsþjónustu sunnudaginn 6. febrúar á hefðbundnum tíma kl. 11:00
Fréttir
Viðburðir
Uppstigningardagur
Guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju á uppstigningardag kl. 14:00, sameiginlega fyrir Víðistaðasókn og Hafnarfjarðarsókn. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og sr. Bragi J. Ingibergsson þjóna. Egill Friðleifsson flytur hugvekju, Gaflarakórinn og félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Verið velkomin!
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 22. maí kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Verið velkomin!
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 15. maí kl. 11:00. Sóknarbandið, skipað þeim Sveini Arnari organista, Benna Sig. kirkjuverði og Ragnari Z. gjaldkera kirkjunnar, sér um tónlistarflutning. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Verið velkomin!
Plokkmessa
Plokkmessa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Eftir guðsþjónustu verður farið út og plokkað í kringum kirkjuna og á Víðistaðatúni. Boðið verður upp á grillaðan plokkfisk að loknu verki. Gerum hreint fyrir okkar dyrum – og hjálpumst að við að fegra umhverfið. Verið velkomin!
Ritningarorð vikunnar
Föst dagskrá í kirkjunni
Mánudagar
19:00
Systrafélag Víðistaðakirkju, fundir/samverur
Þriðjudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
19:30 Æfing kirkjukórs
Miðvikudagar
11:00 – 12:00
Viðtalstími sóknarprests
12:10
Kyrrðar- og fyrirbænastund
12:30 – 13:00
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
13:30 – 14.30
6-9 ára starf
14:30 – 15:30
10-12 ára starf (TTT)
17:30 – 19:00
Sóknarnefndarfundur annan miðvikudag í mánuði.
Fimmtudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
12:00 – 13:00 NSU-fundur einu sinni í mánuði.
13:20 Æfing barnakórs
14:20 Tónlistarhópur barna
15:15 Fermingarfræðsla
Föstudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
20:00 – GA-fundur
Laugardagar
11:00 Coda-fundur
