


Kirkja fjallræðunnar
Víðistaðakirkja
Skráning í fermingu vorið 2021 er hafin. Skráningarformið er að finna á síðunni Fermingarstarf. Einnig er hægt að smella á fjólubláa gluggan hér að neðan.
Viðburðir
Sumarmessa í Garðakirkju
Sumarmessa í Garðakirkju sunnudaginn 21. ágúst kl. 11:00. Sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar og félagar úr Kór Víðistaðasóknar leiða söng við undirleik Jóhanns Baldvinssonar organista.
Sumarmessur í Garðakirkju
Sumarmessur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11:00. Víðistaðakirkja tekur þátt í Sumarmessunum, sem er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Kaffi og dagskrá
Vorboði – Tónleikar
Kór Víðistaðasóknar heldur tónleika í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 20:00. Fjölbreytt, glaðleg og skemmtileg efnisskrá. Einsöng með kórnum syngur Sigrún Dóra Jóhannsdóttir og Jón
Sumarmessur í Garðakirkju
Fyrsta sumarmessan í Garðakirkju verður á hvítasunnudag 5. júní kl. 11:00. Kaffi og samverustund í hlöðunni á Króki á eftir. Verið velkomin!
Uppstigningardagur
Guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju á uppstigningardag kl. 14:00, sameiginlega fyrir Víðistaðasókn og Hafnarfjarðarsókn. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og sr. Bragi J. Ingibergsson þjóna. Egill Friðleifsson flytur
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 22. maí kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Verið velkomin!
Fréttir
Helgihald fellur niður um jólin
Vegna hertra samkomutakmarkana sem taka gildi 22. desember og erfiðrar stöðu kórónuveirufaraldurs þá hefur verið ákveðið að fella niður helgihald um jól og áramót. Jólahelgistund verður þó send út á FB-síðu Víðistaðakirkju.
Aðventuhátíð fellur niður
Aðventuhátíðin sem vera átti 1. sunnudag í aðventu 28. nóv. nk. fellur niður vegna fjöldatakmarkana.
Vetrardagar í Víðistaðakirkju
Dagskrá Vetrardaga í Víðistaðakirkju hefst á sunnudaginn kemur, þann 24. okt. kl. 11:00 með tónlistarguðsþjónustu (sjá viðburði). Í vikunni næstu verður svo boðið upp á ýmsa afar áhugaverða viðburði og má þar nefna kaffihúsa- og menningarkvöld kirkjukórsins á þriðjudagskvöldið, leiksýningu Kómedíuleikhússins um Gísla á Uppsölum á fimmtudagskvöldið, tónlistardag barnanna þar sem Þorri og Þura koma í heimsókn á föstudaginn og ýmislegt fleira. Enginn aðgangseyrir er á viðburðina. Sjá nánar í dagskrá Vetrardaga.
Fréttir
Viðburðir
Fjölskyldu- og vorhátíð
Sunnudaginn 1. maí kl. 11:00 höldum við fjölskyldu- og vorhátíð hér í Víðistaðakirkju. Við hefjum samveru í kirkjunni með söng og gleði. Sérstakur gestur er Einar Aron töframaður. Eftir stundina grillum við pylsur á kirkjutorginu.Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að koma og eiga góða stund með okkur. Verið velkomin!
Skátamessa
Skátamessa verður á sumardaginn fyrsta 21. apríl kl. 13:00 – á vegum Skátafélagsins Hraunbúa. Félagar úr Skátakórnum sjá um söng undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Ræðumaður er Harpa Ósk Valgeirsdóttir. Að lokinni guðsþjónustu verður gengið í skrúðgöngu frá kirkjunni að Thorsplani. Verið velkomin og gleðilegt sumar.
Hátíðarmessa á páskadag
Hátíðarmessa á páskadagsmorgun kl. 9:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Ari Ólafsson tenór syngur einsöng. Prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Verið velkomin!
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta á föstudaginn langa 15. apríl kl. 11:00. Kristín Jóhannesdóttir leikur á orgel og sóknarprestur þjónar. Verið velkomin!
Ritningarorð vikunnar
Föst dagskrá í kirkjunni
Mánudagar
19:00
Systrafélag Víðistaðakirkju, fundir/samverur
Þriðjudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
19:30 Æfing kirkjukórs
Miðvikudagar
11:00 – 12:00
Viðtalstími sóknarprests
12:10
Kyrrðar- og fyrirbænastund
12:30 – 13:00
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
13:30 – 14.30
6-9 ára starf
14:30 – 15:30
10-12 ára starf (TTT)
17:30 – 19:00
Sóknarnefndarfundur annan miðvikudag í mánuði.
Fimmtudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
12:00 – 13:00 NSU-fundur einu sinni í mánuði.
13:20 Æfing barnakórs
14:20 Tónlistarhópur barna
15:15 Fermingarfræðsla
Föstudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
20:00 – GA-fundur
Laugardagar
11:00 Coda-fundur
