j0436065

Hvítasunnudagur 28. maí

Hátíðarhelgistund á hvítasunnudagskvöld kl. 20:00. Félagar úr Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Ólafs W. Finnssonar og sr. Sighvatur Karlsson þjónar fyrir altari.

Verið velkomin!

music-note-design-element-doodle-260nw-666326815

Vorkvöld við Víðistaðatún

Sameiginlegir tónleikar norska kórsins John Tinnics frá Kristiansand í Noregi og Kórs Víðistaðasóknar kl. 20:00 föstudaginn 19. maí.

John Tinnics er blandaður kór með 20 söngglöðum félögum á öllum aldri. Kórarnir syngja í sitthvoru lagi en sameinast þó í einu lagi. Stjórnendur kóranna eru þau Irmelinn Ramo og Sveinn Arnar Sæmundsson.

342508825_462723489351928_518594015200606944_n

Uppstigningardagur 18. maí

Sameiginleg guðsþjónusta Víðistaðasóknar og Hafnarfjarðarsóknar á degi eldri borgara 18. maí kl. 14:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti spilar. Sr. Sighvatur Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Braga J. Ingibergssyni.

Veislukaffi í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni.

Verið velkomin!

56664632_1615008281976282_7260487122618941440_n

Sunnudagurinn 14. maí

Guðsþjónusta kl. 11:00. Gregorskórinn Cantores Islandiae syngur undir stjórn Ágústs Inga Ágústssonar – og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar.

Aðalsafnaðarfundur hefst að lokinni guðsþjónustu í safnaðarheimilinu – eða um kl. 12:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Boðið verður upp á súpu og brauð.

Verið velkomin!

pylsur

Fjölskyldu- og vorhátíð

Sunnudaginn 7. maí kl. 11:00 höldum við fjölskyldu- og vorhátíð hér í Víðistaðakirkju. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Sveins Arnars og Benni Sig leiðir stundina. Sérstakur gestur er Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sem syngur með barnakórnum. Eftir stundina verða grillaðar pylsur á kirkjutorginu.Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að koma og eiga góða stund. Verið velkomin!

Altari

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 14. maí kl. 12:00 – strax að lokinni guðsjónustu kl. 11:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar í safnaðarheimilinu. Sóknarfólk er hvatt til að mæta. Verið velkomin!

341644871_221083223855966_6300804340688274357_n

Söngvahátíð barnakóra

Á Sumardaginn fyrsta 20. apríl kl. 13.00 syngja barna- og unglingakórar við 7 kirkjur fjörug sálma-, vor- og sumarlög í Víðistaðakirkju . Alls eru þetta um 100 söngfuglar! Stjórnendur kóranna og Kjartan Valdimarsson jazzpíanóleikari verða við stjórnvölinn. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar skipuleggur þennan árlega viðburð. Aðgangur er ókeypis

2012.3189

Sunnudagurinn 16. apríl

Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Dísu og Benna.
Guðþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffisopi í safnaðarsal á eftir.

Verið velkomin!

images

Páskadagur 9. apríl

Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgun kl. 9:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Ásdís Birta Guðnadóttir leikur á klarinett. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Verið velkomin!