TEYMI  - PLAGÖT TEMPLATES

Opið hús fyrir flóttafólk

Víðistaðakirkja tekur nú þátt í samstarfsverkefninu “Get together” með Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Hafnarfjarðarkirkju og Ástjarnarkirkju – sem felur í sér að skapa aðstöðu fyrir flóttafólk til að koma saman og bjóða jafnframt upp á dagskrá á fyrrnefndum stöðum. Hér í Víðistaðakirkju munum við bjóða upp á opið hús á þriðjudögum kl. 13:00 – 15:00 og sníðum dagskrána sérstaklega að eldri börnum og unglingum. Allt flóttafólk, hvaðan sem það kemur, er að sjálfsögðu velkomið.

Víðistaðakirkja

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta kl. 17:00. Karolína Benediktsdóttir, Benedikt Sigurðsson og Sveinn Arnar Sæmundsson sjá um tónlistarflutning. Aðalsafnaðarfundur verður kl. 15:00 og eru á dagskrá venjulega aðalfundarstörf og kaffiveitingar á eftir. Sóknarfólk er hvatt til að mæta. Verið velkomin!