Fjölskylduhátíð og sunnudagaskóli kl. 11:00 sunnudaginn 20. október. Söngfuglarnir, barnakór Víðistaðakirkju syngur. Umsjón með stundinni hafa Sveinn Arnar, Ísabella og Helgi. Fjölbreytt og skemmtileg fjölskyldustund. Hressing í safnaðarsal að henni lokinni.
Bleik messa kl. 17:00
Bleik messa kl. 17:00. Konur úr Kór Víðistaðsóknar syngja og Ísabella Leifsdóttir syngur einsöng undir stjórn Ástvald Traustasonar. Auður Jóhannsdóttir flytur hugvekju og sr. Bragi J. Ingibergsson leiðir stundina.
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Sunnudagaskóli kl. 11:00 sunnudaginn 13. október. Fjölbreytt, fjörug og fræðandi stund í umsjá Ísabellu og Helga.
Sunnudagur 6. október
Guðsþjónsta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga.
Kaffihressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!
Kyrrðarstundir
Kyrrðarstundir hefjast aftur miðvikudaginn 2. október kl. 12:20. Þær verða með sama formi og áður, nærandi stundir með fyrirbænum og notalegri tónlist. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða skrá þau hér. Að lokinni stund í kirkjunni er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.
Verið velkomin!
Fjölskylduhátíð – Sunnudagaskóli
Fjölskylduhátíð og sunnudagaskóli sunnudaginn 29. sept. kl. 11:00. Söngfuglar Víðistaðakirkju, sálmalukkuhjól, sunnudagsbío og fleira sekemmtilegt. Umsjá hafa Bragi, Ísabella, Helgi og Arnar.
Léttur dögurður í safnaðarsal á eftir.
Verið velkomin!
Kyrrðarbæn
Kyrrðarbænastundir í Víðistaðakirkju hefjast að nýju þann 26. september kl. 17:30. Umjón með stundunum hafa Bergþóra Baldursdóttir, Jón Snorrason og sr. Jónína Ólafsdóttir. Kyrrðarbænastundirnar eru samstarfsverkefni Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju og verða þær á fimmtudögum.
Á Kyrrðarbænastundum eru iðkaðar íhugunaraðferðir úr kristnum arfi.
Verið hjartanlega velkomin
Sunnudagurinn 22. sept.
Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal. Fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga.
Hressing í safnaðarsal á eftir.
Verið velkomin!
Krílasálmanámskeið
Krílasálmanámskeið verða nú aftur í boði í Víðistaðakirkju eins og fyrir nokkrum árum. Krílasálmar eru tónlistarnámskeið fyrir 3-12 mánaða börn og hefst fyrsta námskeiðið þann 3. október nk. og verður á fimmtudögum kl. 11:00 – 11:45 – í 4 skipti, lýkur fimmtudaginn 24. október. Námskeiðið er opið öllum og í boði kirkjunnar gjaldfrjálst. Takmarkaður fjöldi kemst að á hvert námskeið.
Ísabella Leifsdóttir söngkona kennir og veitir frekari upplýsingar í tölvupósti ladivarosa@gmail.com
Krílasálmar eru tækifæri til að eiga ljúfa stund í kirkjunni með börnunum. Engrar færni í söng er krafist. Á námskeiðinu leikum við okkur, dönsum og syngjum saman sálma og þekkt barnalög. Foreldrar læra að nota söng og tónlist í umönnun barnanna og börnin læra smám saman með. Við leggjum einnig áherslu á hlustun og þess að njóta samverunnar í notalegri kirkjunni.
Nánari upplýsingar og skráning – smellið á auglýsinguna hér að neðan:
Fjölskylduhátíð – Sunnudagaskóli
Fjölskylduhátíð og sunnudagaskóli kl. 11:00. Klara Elías söngkona kemur í heimsókn og syngur nokkur lög m.a. með Barnakór Víðistaðakirkju undir stjórn Sveins Arnars organista. Sr. Bragi og Ísabella leiða stundina.
Hressing á eftir og samvera með fermingarbörnum og foreldrum.
Verið velkomin!