index

Fjölskylduhátíð – Sunnudagaskóli

Fjölskylduhátíð og sunnudagaskóli kl. 11:00 sunnudaginn 20. október. Söngfuglarnir, barnakór Víðistaðakirkju syngur. Umsjón með stundinni hafa Sveinn Arnar, Ísabella og Helgi. Fjölbreytt og skemmtileg fjölskyldustund. Hressing í safnaðarsal að henni lokinni.

bleik messa

Bleik messa kl. 17:00

Bleik messa kl. 17:00. Konur úr Kór Víðistaðsóknar syngja og Ísabella Leifsdóttir syngur einsöng undir stjórn Ástvald Traustasonar. Auður Jóhannsdóttir flytur hugvekju og sr. Bragi J. Ingibergsson leiðir stundina.

6.okt.2024

Sunnudagur 6. október

Guðsþjónsta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga.

Kaffihressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!

Kyrrðarstund

Kyrrðarstundir

Kyrrðarstundir hefjast aftur miðvikudaginn 2. október kl. 12:20. Þær verða með sama formi og áður, nærandi stundir með fyrirbænum og notalegri tónlist. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða skrá þau hér. Að lokinni stund í kirkjunni er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.

Verið velkomin!

461089049_932093712292880_6741859112266232695_n

Fjölskylduhátíð – Sunnudagaskóli

Fjölskylduhátíð og sunnudagaskóli sunnudaginn 29. sept. kl. 11:00. Söngfuglar Víðistaðakirkju, sálmalukkuhjól, sunnudagsbío og fleira sekemmtilegt. Umsjá hafa Bragi, Ísabella, Helgi og Arnar.

Léttur dögurður í safnaðarsal á eftir.

Verið velkomin!

460370587_942074701296805_8169900896057749493_n

Kyrrðarbæn

Kyrrðarbænastundir í Víðistaðakirkju hefjast að nýju þann 26. september kl. 17:30. Umjón með stundunum hafa Bergþóra Baldursdóttir, Jón Snorrason og sr. Jónína Ólafsdóttir. Kyrrðarbænastundirnar eru samstarfsverkefni Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju og verða þær á fimmtudögum.

Á Kyrrðarbænastundum eru iðkaðar íhugunaraðferðir úr kristnum arfi.

Verið hjartanlega velkomin

2012.5334

Sunnudagurinn 22. sept.

Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal. Fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga.

Hressing í safnaðarsal á eftir.

Verið velkomin!

Krílasálmar(3)

Krílasálmanámskeið

Krílasálmanámskeið verða nú aftur í boði í Víðistaðakirkju eins og fyrir nokkrum árum. Krílasálmar eru tónlistarnámskeið fyrir 3-12 mánaða börn og hefst fyrsta námskeiðið þann 3. október nk. og verður á fimmtudögum kl. 11:00 – 11:45 – í 4 skipti, lýkur fimmtudaginn 24. október. Námskeiðið er opið öllum og í boði kirkjunnar gjaldfrjálst. Takmarkaður fjöldi kemst að á hvert námskeið.

Ísabella Leifsdóttir söngkona kennir og veitir frekari upplýsingar í tölvupósti ladivarosa@gmail.com

Krílasálmar eru tækifæri til að eiga ljúfa stund í kirkjunni með börnunum. Engrar færni í söng er krafist. Á námskeiðinu leikum við okkur, dönsum og syngjum saman sálma og þekkt barnalög. Foreldrar læra að nota söng og tónlist í umönnun barnanna og börnin læra smám saman með. Við leggjum einnig áherslu á hlustun og þess að njóta samverunnar í notalegri kirkjunni.

Nánari upplýsingar og skráning – smellið á auglýsinguna hér að neðan:

Fjölskylduhátíð.15.09.24

Fjölskylduhátíð – Sunnudagaskóli

Fjölskylduhátíð og sunnudagaskóli kl. 11:00. Klara Elías söngkona kemur í heimsókn og syngur nokkur lög m.a. með Barnakór Víðistaðakirkju undir stjórn Sveins Arnars organista. Sr. Bragi og Ísabella leiða stundina.

Hressing á eftir og samvera með fermingarbörnum og foreldrum.

Verið velkomin!