Minningarstund sunnudaginn 8. sept. kl. 17:00 í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis flytur hugvekju. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Edda Sólveig Þórarinsdóttir syngur einsöng. Sr. Bragi leiðir stundina.
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 1. september kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Verið velkomin!
Sumarmessa í Garðakirkju
Sumarmessa í Garðakirkju kl. 11:00 í umsjón Víðistaðakirkju. Prestur. Sr. Bragi J. Ingibergsson og organisti Sveinn Arnar Sæmundsson. Félagar úr Kór Víðistaðasóknar leiða almennan söng.
Kaffi í hlöðunni á Króki á eftir og þar mun sóknarbandið spila.
Verið velkomin!
Sumarmessur í ágúst
Hér má sjá yfirlit yfir Sumarmessurnar í Garðakirkju sem fram fara í ágúst:
Sumarmessur í júlí
Hér má sjá yfirlit yfir Sumarmessurnar í Garðakirkju sem fram fara í júlí:
Hjólreiðamessa
Sunnudaginn 16. júní verður hin árlega hjólreiðamessa. Lagt verður af stað frá tveimur stöðum, Vídalínskirkju og Ástjarnarkirkju klukkan 9:30 og hóparnir sameinast svo í Hafnarfjarðarkirkju og halda þaðan áfram. Hjólatúrinn endar í sumarmessu í Garðakirkju en í messukaffinu fáum við öndunarþjálfun frá Guðmundi Pálmarssyni og léttar veitingar.
Sumarmessur í júní
Hér má sjá yfirlit yfir Sumarmessurnar í Garðakirkju sem fram fara í júní í sumar:
Sjómannadagsmessa
Sjómannadagsmessa 2. júní kl. 11:00. Kór Víðistaðakirkju syngur sjómannasálma og sjómannalög undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og við undirleik Sóknarbandsins en það skipa Ástvaldur Traustason á harmoníku, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Ragnar Z. Guðjónsson sem sér um að slá taktinn. Einsöngvari er Sigvaldi Helgi Gunnarsson. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Fyrir guðsþjónustuna verður lagður blómsveigur að Altari sjómannsins, minnismerki um horfna sjómenn.
Verið velkomin!
Sumarkirkjan
Nú er Sumarkirkjan að hefjast, en það er samstarfsverkefni þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Standa allir þessir söfnuðir að Sumarmessum í Garðakirkju sem fram fara hvern sunnudag kl. 11:00 í júní, júlí og ágúst. Að lokinni hverri messu er svo boðið upp á kirkjukaffi og viðburð í gömlu hlöðunni að Króki. Er þetta fimmta sumarið í röð sem þessar kirkjur Vídalínskirkja, Bessastaðakirkja, Víðistaðakirkja, Hafnarfjarðarkirkja, Ástjarnarkirkja og Fríkirkjan í Hafnarfirði vinna saman að þessu verkefni sem eflist með hverju árinu.
Blómasala
Árleg blómasala Systrafélags Víðistaðasóknar hefst 23. maí nk. og stendur yfir í viku, eða til og með 30. maí. Blómasalan er opin alla dagana kl. 11:00 – 18:00. Sumarblómasala Systrafélagsins er stærsta fjáröflun félagsins og eru íbúar Víðistaðasóknar og Hafnfirðingar allir hvattir til að koma við á kirkjutorginu og styrkja góð málefni með því að kaupa falleg og sterk íslensk blóm frá Gróðrastöðinni Flóru.