j0436073

Hvítasunnudagur 19. maí

Hátíðarhelgistund á hvítasunnudagskvöld kl. 20:00. Félagar úr Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari.

logo-hafnarfjardarkirkja

Messa á degi eldri borgara

Sameiginleg messa Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju á degi eldriborgara – uppstigningardag 9. apríl verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju kl. 14:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Sr. Bragi J. Ingibergsson og sr. Jónína Ólafsdóttir þjóna fyrir altari. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson prédikar. Veglegar veitingar í boði að messu lokinni. Verið hjartanlega velkomin!

438093172_836699901832262_7526828389849887872_n

Plokkmessa 5. maí

Plokkmessa kl. 11:00 sunnudaginn 5. maí. Eftir stutta helgistund í kirkjunni fara kirkjugestir út að plokka rusl í kringum kirkjuna og á Víðistaðatúni. Að loknu plokki verður boðið upp á plokkfisk í kirkjunni.

Verið velkomin!

default

Sunnudagurinn 21. apríl

Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal í umsjá Ísabellu og Helga. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri.

Kaffihressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!

242f8ef7e496666d086e763ecc19409f

Tónlistarmessa 14. apríl

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Nemendur í Tónlistardeild Listaháskóla Íslands sjá um tónlistarflutning undir stjórn Sveins Arnars organista og Bragi sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing í safnaðarheimilinu eftir messu.

Verið velkomin!

images10

Sunnudagaskóli 14. apríl

Sunnudagaskóli kl. 11:00 uppi í Suðursal. Fjölbreytt, fræðandi og fjörug stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga.

Verið velkomin!

Víðistaðakirkja.01

Guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur

Guðsþjónusta kl. 11:00 sunnudaginn 7. apríl. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Aðalsafnaðarfundur að guðsþjónustu lokinni uppi í Norðursal kirkjunnar. Á dagskrá verða venjulega aðalfundarstörf.

Verið velkomin!

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur Víðistaðasóknar verður haldinn í safnaðarheimili Víðistaðakirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 12:00 – strax að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni. Á dagskrá verða venjulega aðalfundarstörf.

Um aðalsafnaðarfund: Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reikningsskila af hendi sóknarnefndar og einstakra nefnda innan sóknarinnar. Á aðalsafnaðarfundi skal taka fyrir eftirfarandi. Gera skal grein fyrir rekstri og starfsemi sóknarinnar á liðnu starfsári. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar og kirkjugarðs f sl. ár. Einnig skal gerð grein fyrir starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundar. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar skulu gerðar á aðalsafnaðarfundi auk kosningar í stjórnir og ráð þegar það á við.