Barnakór Víðistaðakirkju

Barnakór Víðistaðakirkju er skipaður börnum frá 8 ára (3. bekk) og eldri.  Nú er verið að taka við nýjum skráningum í kórinn og er best að hafa samband við Helgu Þórdísi kórstjóra á netfangið helga@vidistadakirkja.is til að skrá börnin.

Æfingar hjá barnakórnum verða á Fimmtudögum komandi vetur og verður nánari tímasetning auglýst fljótlega (þegar hún liggur betur fyrir).

Fermingardagar 2016

Nú eru skráningar hafnar fyrir fermingar vorið 2016. Send hafa verið út dreifibréf ásamt skráningarblöðum til barna í Víðistaðasókn sem fædd eru árið 2002 og foreldra þeirra. Þau sem hyggjast fermast í Víðistaðakirkju geta komið útfylltum skráningarblöðum í kirkjuna eða sent á póstfangið srbragi@vidistadakirkja.is.

Hér má sjá fermingardagana 2016 og nálgast skráningarform í Word eða PDF formi.

Fermingarstarfið verður fjölbreytt og skemmtilegt og verður kynnt ítarlega síðla sumars, en það hefst með sumarnámskeiði þann 17. ágúst nk.