Barnakór Víðistaðakirkju
Barnakór Víðistaðakirkju er skipaður börnum frá 8 ára (3. bekk) og eldri. Nú er verið að taka við nýjum skráningum í kórinn og er best að hafa samband við Helgu Þórdísi kórstjóra á netfangið helga@vidistadakirkja.is til að skrá börnin.
Æfingar hjá barnakórnum verða á Fimmtudögum komandi vetur og verður nánari tímasetning auglýst fljótlega (þegar hún liggur betur fyrir).
Fermingarnámskeið
Fermingarundirbúningur fyrir þau börn sem hyggjast fermast í Víðistaðakirkju vorið 2016 hefst með sumarnámskeiði í næstu viku, dagana 17. – 20. ágúst. Dagskrá námskeiðsins hefst hvern þessara daga kl. 9:00 að morgni og stendur yfir til kl. 12:00, nema síðasta daginn er því lýkut um kl. 11:00. Sjá nánar um tilhögun námskeiðsis á fermingarsíðunni.
Sameiginleg hjólreiðamessa með söfnuðum í Hafnarfirði og Garðabæ.
Sjá nánar hér: http://kirkjan.is/gardasokn/skraarsofn/gardasokn/2015/05/Hjólreiðamessa-2-mynd.jpg
Fermingardagar 2016
Nú eru skráningar hafnar fyrir fermingar vorið 2016. Send hafa verið út dreifibréf ásamt skráningarblöðum til barna í Víðistaðasókn sem fædd eru árið 2002 og foreldra þeirra. Þau sem hyggjast fermast í Víðistaðakirkju geta komið útfylltum skráningarblöðum í kirkjuna eða sent á póstfangið srbragi@vidistadakirkja.is.
Hér má sjá fermingardagana 2016 og nálgast skráningarform í Word eða PDF formi.
Fermingarstarfið verður fjölbreytt og skemmtilegt og verður kynnt ítarlega síðla sumars, en það hefst með sumarnámskeiði þann 17. ágúst nk.
Helgistund á hvítasunnudag kl. 11:00
Lilja Guðmundsdóttir leiðir söng við undirleik Helgu Þórdísar organista. Séra Halldór Reynisson þjónar fyrir altari.
Allir hjartanlega velkomnir