20220426_114402

Græn kirkja

Þriðjudaginn 26. apríl kom sr. Axel Árnason í heimsókn til okkar í Víðistaðakirkju. Kom hann frá umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og var erindið að færa okkur staðfestingarskjal þess efnis að Víðistaðakirkja væri nú orðin græn kirkja – undir yfirskriftinni „Græni söfnuðurinn okkar”. Víðistaðakirkja er þá komin í hóp u.þ.b. 20 kirkna sem hafa uppfyllt þau skilyrði sem þarf til að teljast grænn söfnuður. Þetta er sannarlega góður áfangi og hvetjandi í áframhaldandi vinnu að umhverfismálum innan safnaðarins.

TEYMI  - PLAGÖT TEMPLATES

Opið hús fyrir flóttafólk

Víðistaðakirkja tekur nú þátt í samstarfsverkefninu “Get together” með Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Hafnarfjarðarkirkju og Ástjarnarkirkju – sem felur í sér að skapa aðstöðu fyrir flóttafólk til að koma saman og bjóða jafnframt upp á dagskrá á fyrrnefndum stöðum. Hér í Víðistaðakirkju munum við bjóða upp á opið hús á þriðjudögum kl. 13:00 – 15:00 og sníðum dagskrána sérstaklega að eldri börnum og unglingum. Allt flóttafólk, hvaðan sem það kemur, er að sjálfsögðu velkomið.

Vetur.himinn

Messað 6. febrúar

Ekkert opið helgihald hefur verið í kirkjunni í janúar vegna samkomutakmarkana, en vonandi fer að hylla undir betri tíma sem getur gefið svigrúm fyrir opnun helgihalds að nýju. Í ljósi fregna um mögulega slökun á takmörkunum í næstu viku þá er nú stefnt að því að hafa guðsþjónustu sunnudaginn 6. febrúar á hefðbundnum tíma kl. 11:00

Víðistaðakirkja.2

Vetrardagar í Víðistaðakirkju

Dagskrá Vetrardaga í Víðistaðakirkju hefst á sunnudaginn kemur, þann 24. okt. kl. 11:00 með tónlistarguðsþjónustu (sjá viðburði). Í vikunni næstu verður svo boðið upp á ýmsa afar áhugaverða viðburði og má þar nefna kaffihúsa- og menningarkvöld kirkjukórsins á þriðjudagskvöldið, leiksýningu Kómedíuleikhússins um Gísla á Uppsölum á fimmtudagskvöldið, tónlistardag barnanna þar sem Þorri og Þura koma í heimsókn á föstudaginn og ýmislegt fleira. Enginn aðgangseyrir er á viðburðina. Sjá nánar í dagskrá Vetrardaga.