Fjölskylduhátíð sunnudaginn 12. september í umsjá sr. Braga, Sveins Arnars nýs organista kirkjunnar og Benna Sig. kirkjuvarðar. Sérstakur gestur er Ari Ólafsson söngvari. Boðið verður upp á pylsur og tilheyrandi eftir stundina. Verið velkomin!

Fjölskylduhátíð sunnudaginn 12. september í umsjá sr. Braga, Sveins Arnars nýs organista kirkjunnar og Benna Sig. kirkjuvarðar. Sérstakur gestur er Ari Ólafsson söngvari. Boðið verður upp á pylsur og tilheyrandi eftir stundina. Verið velkomin!
Guðsþjónusta 28. febrúar kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum. Verið velkomin!
Í tónlistarguðsþjónustu sunnudaginn 19. janúar kl. 11:00 syngur Karlakórinn Þrestir undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Kaffihressing í safnaðarheimilinu á eftir. Verið velkomin!
Barnastarfið endaði með hjólreiðaferð barnanna og leiðtoganna Maríu og Bryndísar síðastliðinn miðvikudag til Bessastaða. Eftir að hafa skoðað kirkjuna þá settust krakkarnir á kirkjutröppurnar til að borða nestið sitt. Renndi þá ekki í hlað Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og tók börnin tali eins og hans var von og vísa. Fyrir þeim var það hápunktur vel heppnaðrar ferðar eins og vel má sjá á myndunum.
Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing í safnaðarsal að messu lokinni.