Plokkari.720b

Plokkmessa

Plokkmessa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Eftir guðsþjónustu verður farið út og plokkað í kringum kirkjuna og á Víðistaðatúni. Boðið verður upp á grillaðan plokkfisk að loknu verki. Gerum hreint fyrir okkar dyrum – og hjálpumst að við að fegra umhverfið. Verið velkomin!

EinarAron

Fjölskyldu- og vorhátíð

Sunnudaginn 1. maí kl. 11:00 höldum við fjölskyldu- og vorhátíð hér í Víðistaðakirkju. Við hefjum samveru í kirkjunni með söng og gleði. Sérstakur gestur er Einar Aron töframaður. Eftir stundina grillum við pylsur á kirkjutorginu.Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að koma og eiga góða stund með okkur. Verið velkomin!

hraunbúar

Skátamessa

Skátamessa verður á sumardaginn fyrsta 21. apríl kl. 13:00 – á vegum Skátafélagsins Hraunbúa. Félagar úr Skátakórnum sjá um söng undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Ræðumaður er Harpa Ósk Valgeirsdóttir. Að lokinni guðsþjónustu verður gengið í skrúðgöngu frá kirkjunni að Thorsplani. Verið velkomin og gleðilegt sumar.