1. sunnudagur í níuviknaföstu, 12. febrúar:

Guðsþjónusta og fræðsla kl. 11:00

Kór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista, sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Um leið og helgihaldinu vindur fram fer fram fræðsla um form og inntak guðsþjónustunnar. Hressing í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjörug og fræðandi stund í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex í safnaðarsalnum á eftir.

Sunnudagur 15. janúar:

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Skemmtileg og fjölbreytt stund fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Maríu og Bryndísar. Hressing eftir stundina.

Guðsþjónusta kl. 14:00

Sameiginleg guðsþjónusta fyrir eldri borgara í Víðistaða-, Bessastaða- og Garðasóknum. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson og Margrét Gunnarsdóttir djákni sjá um þjónustuna og Garðakórinn syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Að lokinni guðsþjónustu syngur Gaflarakórinn undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Að dagskrá lokinni verða veitingar í boði Víðistaðasóknar.

Helgihald um jólin

Aftansöngur aðfangadag kl. 17:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur.

Einsöngur:  Egill Árni Pálsson.

Hljóðfæraleikur: Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer

Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur.

 

Miðnæturguðsþjónusta aðfangadag kl. 23:30

Kór Flensborgarskólans og Flensborgarkórinn

syngja undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg.

Prestur : Sr.Hulda Hrönn Helgadóttir héraðsprestur.

Hátíðarguðsþjónusta jóladag kl. 14:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur.

Einsöngur: Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran.

Prestur: Sr. Bragi J. ingibergsson sóknarprestur.

Gjafabréf.640

Höfðingleg minningargjöf

Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í kirkjunni þann 8. desember að Sigríður Kristín Bjarnadóttir frá Víðistöðum afhenti kirkjunni minningargjöf um foreldra sína og systkini, hjónin Bjarna Erlendsson og Margréti Magnúsdóttur frá Víðistöðum og börn þeirra Kristbjörgu Bjarnadóttur og Guðjón Bjarnason. Um rausnarlega gjöf er að ræða sem á eftir að koma sér vel fyrir starf safnaðarins. Kristínu eru færðar innilegar þakkir fyrir gjöfina og þann hlýhug til kirkjunnar sem að baki býr.

Gjafabréf.640Myndir teknar við afhendingu gjafarinnar: Á fyrri myndinni afhendir Kristín gjafabréfið Hjörleifi sóknarnefndarformanni og sr. Braga sóknarpresti og á seinni myndinni er Kristín ásamt Gylfa sóknarnefndarmanni og Magnúsi systursyni sínum.

Mynd.1Mynd.2