Fermingardagar 2016

Nú eru skráningar hafnar fyrir fermingar vorið 2016. Send hafa verið út dreifibréf ásamt skráningarblöðum til barna í Víðistaðasókn sem fædd eru árið 2002 og foreldra þeirra. Þau sem hyggjast fermast í Víðistaðakirkju geta komið útfylltum skráningarblöðum í kirkjuna eða sent á póstfangið srbragi@vidistadakirkja.is.

Hér má sjá fermingardagana 2016 og nálgast skráningarform í Word eða PDF formi.

Fermingarstarfið verður fjölbreytt og skemmtilegt og verður kynnt ítarlega síðla sumars, en það hefst með sumarnámskeiði þann 17. ágúst nk.

Sumarið kemur í Víðistaðakirkju…

Sumardagurinn fyrsti:  Skátamessa kl. 13

Prestur: Sr. Halldór Reynisson

Ræðumaður: Linda Hrönn Þórisdóttir

Hljóðfæraleikari:  Helga Þórdí Guðmundsdóttir

Söngfólk úr Skátakórnum aðstoðar.

 Sunnudagurinn 26. apríl:  Fjölskyldustund – blómamessa kl. 11

Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista.

Börnin í barnastarfinu sýna leikrit.

Á eftir förum við út grillum pylsur, förum í leiki og fáum að fara á hestbak.

Kirkjan er blómum skrýdd í tilefni af sumarkomunni.

Blóm 2