Messa og sunnudagaskóli

Á sunnudaginn kemur verður messa kl. 11:00 í kirkjunni. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir héraðsprestur þjónar og nýtur aðstoðar messuþjóna kirkjunnar.

Sunnudagaskólinn verður á sama tímu uppi í suðursal kirkjunnar. Þar er m.a. boðið upp á fjölbreytta dagskrá, fjörug lög, falleg orð og NebbiNú kemur kannski í heimsókn! María og Bryndís leiða stundina.

Að loknum sunnudagaskóla og messu verður kaffi, djús og kex í safnaðarsalnum.

krakkar kirkja

FJÖLSKYLDUKRÚTTMESSA

krakkar kirkjaÁ sunnudaginn kemur, þann 11. október, verður Fjölskyldukrúttmessa kl. 11.

Við munum eiga skemmtilega og ánægjulega samverustund þar sem við spilum fjörug lög, heyrum áhugaverða biblíusögu og aldrei að vita nema við sjáum NebbaNú og hjálpum honum úr vandræðum sínum. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar. Sem sagt fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri!

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kærleikskveðjur, María, Bryndís og Helga Þórdís.

RS4638_jordan2012jeffrey-3087-lpr

Styðjum flóttafólk!

Þann 25. október nk. stendur Víðistaðakirkja fyrir styrktartónleikum til stuðnings flóttafólki. Allur ágóði tónleikanna rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar og fer í neyðaraðstoð við flóttafólk frá Sýrlandi. Margt frábært tónlistarfólk kemur fram á tónleikunum og gefur vinnuframlag sitt til stuðnings góðu málefni:

Diddú, Bubbi Morthens, Guðrún Gunnarsdóttir, Ragnar Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson, Bjarni Arason, Ragnheiður Gröndal, Regína Ósk, Svenni Þór, Alma Rut, Hjörtur Howser, Eysteinn Eysteinsson, Hafsteinn Valgarðsson, Alda Dís, Tindatríó, Arnhildur Valgarðsdóttir, Kór Víðistaðasóknar og Helga Þórdís Guðmundsdóttir.

RS4638_jordan2012jeffrey-3087-lpr

Miðaverð er kr. 2.900,- og fer miðasala fram á midi.is. Allar frekari upplýsingar er hægt að fá í Víðistaðakirkju í sími 565-2050. Sjá auglýsingu.

skalholt3-600x1

Messuferð í Skálholt

Á sunnudaginn kemur þann 27. sept. fer guðsþjónusta safnaðarins fram í Skálholtskirkju og hefst kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sr. Halldór Reynisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Braga J. Ingibergssyni.

skalholt3-600x1

Fólk er hvatt til þess að leggja leið sína í Skálholt og mælst er til þess að það mæti við Víðistaðakirkju um kl. 09:00, sameinist í bíla og leggi svo af stað ekki seinna en kl. 09:15.

Helgihald sunnudaginn 20. sept.

Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Efnt verður til samskota til stuðnings starfi HK með flóttafólki.

Sunnudagaskólinn kl. 11:00, uppi í suðursal kirkjunnar. Biblíusögur, bænir, fjörug lög, föndur og skemmtilegir leikir. Nebbi kíkir væntanlega í heimsókn! Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri!

Kaffi, djús og kex að guðsþjónustum loknum.

Ályktun vegna móttöku flóttafólks

Samþykkt sóknarnefndar og sóknarprests Víðistaðakirkju 9. september 2015:

Móttaka flóttamanna í Hafnarfirði 

Sóknarnefnd og sóknarprestur Víðistaðakirkju lýsa yfir fullum stuðningi við samþykkt fjölskylduráðs Hafnarfjarðarbæjar, frá 2. september síðastliðnum, um þátttöku í því mikilvæga verkefni að taka á móti og aðstoða hópa flóttafólks.

Víðistaðakirkja býður fram aðstoð sjálfboðaliða og starfsfólks auk aðstöðu í kirkju og safnaðarheimili, eftir því sem við á. Þá býður sóknarprestur upp á sálgæsluþjónustu eins og þörf krefur.

Víðistaðakirkja mun einnig, ásamt öðrum söfnuðum Þjóðkirkjunnar, efna til samskota í kirkjunni sunnudagana 13. og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu.

Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að Alþjóðahjálparstarfi kirkna ACT – Alliance sem ásamt því að vinna að þróunarsamvinnu veitir neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara og vegna vopnaðra átaka. Aðstoðin er veitt án skilyrða og aðgreiningar og fer fram eftir alþjóðlegum stöðlum um neyðaraðstoð og ströngum siðareglum. Hjálparstarf kirkjunnar veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátaka á Sýrlandi í gegnum ACT þar sem leitast er við að uppfylla grunnþarfir hinna stríðshrjáðu.  Áhersla er lögð á vernd og aðstoð til handa konum og börnum á vergangi í landinu og flóttafólki í nágrannalöndunum.

Sdsk.2015

Fjölskylduhátíð

Á sunnudaginn kemur, þann 13. september, verður fjölskylduhátíð í kirkjunni kl. 11:00. María og Bryndís leiða stundina ásamt sóknarpresti. Þá hefst sunnu- dagaskólinn aftur með nýju efni og meðal annars verður Nebbi kynntur til sögunnar.

Sdsk.2015

Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, verið með frá byrjun!

Efnt verður til samskota til stuðnings HK í starfi með flóttafólki.

 Samvera með foreldrum fermingarbarna eftir guðsþjónustu.