





Kirkja fjallræðunnar
Víðistaðakirkja
Vakir æ við Víðistaðatún,
veitir jafnan athvarf, skjól og hlíf,
kirkjan fagra hátt við hraunsins brún,
horfir yfir vegferð manns og líf.
Viðburðir

Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 21. sept. kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðson þjónar fyrir altari. Hressing í

Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli sunnudaginn 21. sept. kl. 11:00 í umsjá Svanhildar og Helga. Hressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!

Tónlistarguðsþjónusta
Tónlistarguðsþjónusta sunnudaginn 14. sept. kl. 11:00. Sigvaldi Helgi Gunnarsson tekur nokkur lög, organisti er Sveinn Arnar og Bragi Jóhann þjónar fyrir altari. Samvera með fermingarbörnum

Komdu með!
Komdu með í sunnudagaskólann 14. september kl. 11:00. Fjölbreytt, fræðandi og fjörug stund fyrir börn á öllum aldri – í umsjá Svanhildar Helgadóttur og Helga

Minningarstund
Minningar- og kyrrðarstund miðvikudaginn 10. sept. kl. 20:00 – á alþjóðlegum forvarnadegi sjálfsvíga. Helga Eden Gísladóttir flytur hugvekju og Guðrún Gunnarsdóttir söngkona syngur ásamt konum

Lalli töframaður
Fjölskylduhátíð sunnudaginn 7. sept. kl. 11:00. Lalli töframaður kemur í heimsókn. Hressing í safnaðarsal eftir stundina. Verið velkomin!
Fréttir

Vinir í Víðistaðakirkju
„Vinir í Víðistaðakirkju” er yfirskrift barnastarfs fyrir krakka í 1. – 6. bekk. Þar verður m.a. boðið upp á kórsöng, hljóðfæraleik, leiklist, föndur og leiki. Skipt verður upp í hópa og unnið eftir því sem andinn blæs í brjóst í hverju sinni Umsjón með starfinu hafa Benni Sig og Sveinn Arnar. Rafræn skráning hér en einnig er hægt að senda póst á vidistadakirkja77@gmail.com

Sumarkirkjan
Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi um guðsþjónustuhald í júní, júlí og ágúst í Garðakirkju. Sumarmessur í Garðakirkju verða því á hverjum sunnudegi í sumar kl. 11:00 – og eftir messu hverju sinni verður boðið upp á messukaffi og ýmiss konar viðburði í hlöðunni á Króki. Sjá nánar Sumarmessur í Garðakirkju á FB.

Græn kirkja
Þriðjudaginn 26. apríl kom sr. Axel Árnason í heimsókn til okkar í Víðistaðakirkju. Kom hann frá umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og var erindið að færa okkur staðfestingarskjal þess efnis að Víðistaðakirkja væri nú orðin græn kirkja – undir yfirskriftinni „Græni söfnuðurinn okkar”. Víðistaðakirkja er þá komin í hóp u.þ.b. 20 kirkna sem hafa uppfyllt þau skilyrði sem þarf til að teljast grænn söfnuður. Þetta er sannarlega góður áfangi og hvetjandi í áframhaldandi vinnu að umhverfismálum innan safnaðarins.
Viðburðir

Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 21. sept. kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðson þjónar fyrir altari. Hressing í

Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli sunnudaginn 21. sept. kl. 11:00 í umsjá Svanhildar og Helga. Hressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!

Tónlistarguðsþjónusta
Tónlistarguðsþjónusta sunnudaginn 14. sept. kl. 11:00. Sigvaldi Helgi Gunnarsson tekur nokkur lög, organisti er Sveinn Arnar og Bragi Jóhann þjónar fyrir altari. Samvera með fermingarbörnum

Komdu með!
Komdu með í sunnudagaskólann 14. september kl. 11:00. Fjölbreytt, fræðandi og fjörug stund fyrir börn á öllum aldri – í umsjá Svanhildar Helgadóttur og Helga

Minningarstund
Minningar- og kyrrðarstund miðvikudaginn 10. sept. kl. 20:00 – á alþjóðlegum forvarnadegi sjálfsvíga. Helga Eden Gísladóttir flytur hugvekju og Guðrún Gunnarsdóttir söngkona syngur ásamt konum

Lalli töframaður
Fjölskylduhátíð sunnudaginn 7. sept. kl. 11:00. Lalli töframaður kemur í heimsókn. Hressing í safnaðarsal eftir stundina. Verið velkomin!
Fréttir

Kyrrðarstundir
Kyrrðarstundir hefjast á ný miðvikudaginn 6. október og verða á hverjum miðvikudegi fram að aðventu kl. 12:10. Boðið verður upp á súpu og brauð á eftir í safnaðarheimilinu. Sjá nánar hér.

Barnakór Víðistaðakirkju
Starf Barnakórs Víðistaðakirkju hefst á morgun fimmtudaginn 16. september kl. 13:30 – og verða æfingar kórsins á þessum tíma alla fimmtudaga í vetur. Stjórnandi er nýr organisti kirkjunnar Sveinn Arnar Sæmundsson. Sjá nánar upplýsingar og skráningarform hér.

Barnastarfið hefst í dag
Barnastarfið hefst í dag 15. september. Starf fyrir 6-9 ára börn er og verður í vetur á miðvikudögum kl. 13:30 og fyrir 10-12 ára börn á miðvikudögum kl. 14:30. Umsjón með starfinu hafa Benedikt Sigurðsson kirkjuvörður og guðfræðinemi og Helga Bragadóttir guðfræðingur.

Viðgerðir á Víðistaðakirkju
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum sem átt hefur leið hjá Víðistaðakirkju í sumar að þar hafa verktakar verið að störfum. Löngu tímabær viðgerð og enduruppbygging á þakkanti kirkjunnar fer fram auk viðhaldsvinnu á læstri málmklæðningu á þaki og endurnýjunar á áfellum. Einnig verður skipt um glugga og hurðir sunnan megin í kirkjubyggingunni. Það er Rafblikk ehf í Hafnarfirði sem annast framkvæmd verksins. Að loknu þessu verki standa vonir til að loftun þaks stórbatni og minni hætta verði á leka í kirkjunni, sem því miður nokkuð hefur borið á í gegnum tíðina. Verkið er unnið undir umsjá og eftirliti verkfræðistofunnar VSB. Áætluð verklok eru 1.september og markar þessi framkvæmd fyrsta áfanga á viðamiklu viðhaldsverkefni sem söfnuðurinn stendur frammi fyrir. Á næsta ári er ráðgert að halda áfram og endurnýja loftaplötur inni í kirkjunni, en þær eru á mörgum stöðum ónýtar vegna rakamyndunar. Einnig þarf að skipta út og endurnýja rakasperru inni í kirkjunni. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður um 70 milljónir og verkefnið er því risavaxið fyrir söfnuðinn. Styrkur til framkvæmdarinnar hefur fengist úr Jöfnunarsjóði sókna á þessu ári, en það er mikið verk fram undan við að fjármagna framhald verksins. Fyrir utan að hýsa eitt merkasta kirkjulistaverk á Íslandi, freskumyndir Baltasar Samper, þá er Víðistaðakirkja einnig samveru og samkomustaður sóknarbarna og allra annarra Hafnfirðinga sem þangað leita. Fjöldi athafna, s.s. funda, tónleika og skólaútskrifta og fleiri viðburða á vegum Hafnarfjarðarbæjar og hinna ýmsu samtaka og félaga, fara fram í Víðistaðakirkju á ári hverju og því er mikilvægt að vel takist til í þessu mikla verkefni.
Föst dagskrá í kirkjunni
Mánudagar
19:00
Systrafélag Víðistaðakirkju, fundir/samverur
Þriðjudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
19:30 Æfing kirkjukórs
Miðvikudagar
11:00 – 12:00
Viðtalstími sóknarprests
12:10
Kyrrðar- og fyrirbænastund
12:30 – 13:00
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
17:30 – 19:00
Sóknarnefndarfundur annan miðvikudag í mánuði.
Fimmtudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
12:00 – 13:00 NSU-fundur einu sinni í mánuði.
13:30 Æfing barnakórs: 2 hópar
15:15 Fermingarfræðsla
Föstudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
20:00 – GA-fundur
Laugardagar
11:00 Coda-fundur
