




Kirkja fjallræðunnar
Víðistaðakirkja
Vakir æ við Víðistaðatún,
veitir jafnan athvarf, skjól og hlíf,
kirkjan fagra hátt við hraunsins brún,
horfir yfir vegferð manns og líf.
Viðburðir

Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð á æskulýðsdaginn 7. mars kl. 11:00. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar. Verið velkomin!

Guðsþjónusta 2. sd. í föstu
Guðsþjónusta 28. febrúar kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum. Verið velkomin!

Guðsþjónusta
Guðþjónusta sunnudaginn 21. febrúar kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Bolli Pétur Bollason þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Verið

Guðsþjónusta 14. febrúar
Guðsþjónusta sunnudaginn 14. feb. kl. 11:00. Félagar úr Kór Víðistaðakirkju syngja undir stjórn Helgu Þórdísar og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Verið velkomin!

Helgistund
Hér má nálgast myndbönd af helgistundum á aðventu og jólum í Víðistaðakirkju 2020: Með því að smella á myndina hér að neðan má horfa á

Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð sunnudaginn 4. október kl. 11:00. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og Margrét Lilja leiðir stundina. Fjölbreytt og skemmtileg stund. verið velkomin!
Fréttir

Samkomubann
Í ljósi nýjustu tíðinda frá heilbrigðisyfirvöldum um samkomubann vegna Covid-19 veirunnar í 4 vikur frá og með 15. mars nk. hefur verið ákveðið að fella helgihald niður hér í Víðistaðakirkju frá og með sama degi og fram yfir páska. Jafnvel þó að guðsþjónustur þurfi ekki að falla undir bannið nema þær fjölmennari, þá hlýtur það að vera skylda kirkjunnar sem samfélags að styðja aðgerðir yfirvalda við að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar með því m.a.
Aðalfundi frestað
Aðalsafnaðarfundi sem boðaður hafði verið nk. sunnudag 15. mars er frestað til sunnudagsins 10. maí nk. Hann verður auglýstur aftur með lögbundnum hætti þegar nær dregur.

Systrafélagið 40 ára
Systrafélag Víðistaðasóknar hélt upp á 40 ára afmæli þann 2. mars sl. með glæsilegri veislu í safnaðarheimili kirkjunnar, þar sem auk systrafélagskvenna var boðið sóknarnefndarfólki, sóknarpresti og starfsfólki kirkjunnar. Var boðið upp á mat frá Kænunni, söngatriði með Guðrúnu Árnýju og Systrafélagskonan Unnur Sveinsdóttir rakti sögu félagsins frá upphafi. Afmælisávörp fluttu þau Valgerður Sigurðardóttir varaformaður sóknarnefndar og Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur, þau óskuðu félagskonum til hamingju með afmælið og þökkuð þeim fyrir óeigingjörn og mikilvæg
Viðburðir

Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð á æskulýðsdaginn 7. mars kl. 11:00. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar. Verið velkomin!

Guðsþjónusta 2. sd. í föstu
Guðsþjónusta 28. febrúar kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum. Verið velkomin!

Guðsþjónusta
Guðþjónusta sunnudaginn 21. febrúar kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Bolli Pétur Bollason þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Verið

Guðsþjónusta 14. febrúar
Guðsþjónusta sunnudaginn 14. feb. kl. 11:00. Félagar úr Kór Víðistaðakirkju syngja undir stjórn Helgu Þórdísar og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Verið velkomin!

Helgistund
Hér má nálgast myndbönd af helgistundum á aðventu og jólum í Víðistaðakirkju 2020: Með því að smella á myndina hér að neðan má horfa á

Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð sunnudaginn 4. október kl. 11:00. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og Margrét Lilja leiðir stundina. Fjölbreytt og skemmtileg stund. verið velkomin!
Fréttir

Kyrrðarstundir
Kyrrðarstundir hefjast aftur miðvikudaginn 5. febrúar og verða á hverjum miðvikudegi í febrúar og mars kl. 12:10. Þetta eru rólegar stundir með ljúfri tónlist. Þá eru fluttar fyrirbænir og er hægt að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar og einnig er hægt að skrá þau hér. Boðið er upp á súpu og brauð og gott samfélag í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!
Vetrardagar
Hátíðin „Vetrardagar í Víðistaðakirkju“ var fyrst haldin fyrir 10 árum síðan í október árið 2009. Í ár verður hátíðin haldin dagana 3. – 10. nóvember nk. og hefst með guðsþjónustu á allra heilagra messu og kirkjukaffi á eftir í safnaðarsal. Þá verður jafnframt opnuð myndlistarsýning eftir listakonuna Ragnheiði Líneyju Pálsdóttur. Þriðjudagskvöldið 5. nóvember verða tónleikar Flensborgarkórsins og Hrafnhildar Blomsterberg stjórnanda kl. 20:00. Boðið verður upp á spennandi fyrirlestur fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:00; þá mun Þorsteinn V. Einarsson koma í heimsókn og fræða feður og aðra áhugasama um „Leikreglur karlmennskunnar“. Föstudaginn 8. nóvember verður tónlistardagur barnanna og er þetta í tíunda skiptið sem hann er haldinn; að þessu sinni verður börnum í 1. – 4. bekk boðið á tónlistardagskrá á vegum tvíeykisins Dúó Stemma þar sem þemað er vibnáttan. Vetrardögum lýkur svo með fjölskylduhátíð og vöfflukaffi þann 10. nóvember.
Fjöldi á Fjölskylduhátíð
Sameiginleg fjölskylduhátíð þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði og Garðabæ var haldin í Víðistaðakirkju og íþróttahúsi Víðistaðaskóla sunnudaginn 6. október sl. Hófst hátíðin með fjölbreyttri dagskrá í kirkjunni; þar kom m.a. fram rúmlega 100 barna kór safnaðanna, hljómsveit og leikarar sem fluttu stuttan leikþátt. Kórinn frumflutti tvo nýja sálma eftir Helgu Þórdísi organista og sr. Braga sóknarprest kirkjunnar. Sr. Jóna Hrönn í Vídalínskirkju stýrði stundinni. Að henni lokinni færðu kirkjugestir sig í íþróttahúsið þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur, hoppukastala, andlitsmálun og fleira. Um 550 manns sóttu hátíðina.
Fermingarnámskeið
Sumarnámskeið fermingarbarna hefst á sunnudaginn kemur, þann 18. ágúst og stendur yfir í 4 daga, til miðvikudagsins 21. ágúst – og er frá kl. 9:00 – 12:00 alla dagana. Sjá nánar hér.
Föst dagskrá í kirkjunni
Mánudagar
19:00
Systrafélag Víðistaðakirkju, fundir/samverur
Þriðjudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
19:30 Æfing kirkjukórs
Miðvikudagar
11:00 – 12:00
Viðtalstími sóknarprests
12:10
Kyrrðar- og fyrirbænastund
12:30 – 13:00
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
13:30 – 14.30
6-9 ára starf
14:30 – 15:30
10-12 ára starf (TTT)
17:30 – 19:00
Sóknarnefndarfundur annan miðvikudag í mánuði.
Fimmtudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
12:00 – 13:00 NSU-fundur einu sinni í mánuði.
13:20 Æfing barnakórs
14:20 Tónlistarhópur barna
15:15 Fermingarfræðsla
Föstudagar
11:00 – 12:00 Viðtalstími sóknarprests
20:00 – GA-fundur
Laugardagar
11:00 Coda-fundur
