Hér má sjá yfirlit yfir helgihaldið í Víðistaðakirkju um jól og áramót.

Hér má sjá yfirlit yfir helgihaldið í Víðistaðakirkju um jól og áramót.
Sunnudagskóli kl. 10:00. Jólaleg og skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga.
Fjölskylduhátíð kl. 11:00. Barnakór Víðistaðakirkju sýnir helgileik undir stjórn Sveins Arnars og Ísabellu Leifsdóttur sem einnig syngur einsöng. Sóknarprestur leiðir stundina. Hressing í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni.
Verið velkomin!.
Aðventuhátíð Víðistaðakirkju 1. sunnudag í aðventu 3. des. kl. 17:00. Hera Björk þórhallsdóttir söngkona flytur hugvekju og syngur jólalög ásamt Kirkjukór Víðistaðasóknar og Barnakór Víðistaðakirkju undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi sóknarprestur leiðir stundina.
Léttar veitingar í safnaðarsalnum að dagskrá lokinni.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli kl. 10:00 1. sunnudag í aðventu 3. des. Fjölbreytt, fræðandi og fjörug stund í umsjá Helga og Ísabellu. Föndur og hressing í safnaðarheimilinu á eftir.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli kl. 10:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Fjölbreytt og skemmtileg stund í kirkjunni og hressing í safnaðarsal á eftir.
Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. kaffihressing í safnaðarsal að athöfn lokinni.
Verið velkomin!
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur og sr. Sighvatur Karlsson þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar.
Kaffihressing í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 10:00. Fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Ísabellu og Helga. Föndur og hressing í safnaðarsal á eftir.
Verið velkomin!
Skagfirðingamessa kl. 11:00. Kór Skagfirðinga syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Bragi þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Veitingar í safnaðarsal á eftir í boði Skagfirðingafélagsins.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli kl. 10:00 í umsjá Ísabellu og Helga. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Föndur og hressing í safnaðarsal á eftir.
Verið velkomin!
Sunnudagaskóli kl. 10:00. fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Ísabellu og Helga.
Guðsþjónusta á allra heilagra messu 5. nóvember kl. 11:00. Látinna minnst. Kór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Daníel Friðjónsson leikur á klarinett. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna.
Vöfflukaffi í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.
Verið velkomin!