Haust.Lauf02

Tónlistarguðsþjónusta

Tónlistarguðsþjónusta sunnudaginn 17. sept. kl. 11:00. Sóknarbandið sér um tónlistarflutning og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunar.

Samvera með fermingarbörnum og foreldrum þeirra í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni.

Verið velkomin!

Ísabella

Umsjón æskulýðsstarfs

Ísabella Leifsdóttir hefur verið ráðin til að sjá um æskulýðsstarf kirkjunnar. Ísabella er menntuð söngkona og hef einnig reynslu af störfum innan kirkjunnar, m.a. umsjón sunnudagaskóla og kórastarfi. Hún kemur til með að sjá um sunnudagaskólann og annað barnastarf og verður m.a. ásamt Sveini Arnari kórstjóra með barnakóra kirkjunnar. Er hún boðin velkomin til starfa.

Sunnudagaskoli2023.900b

Sunnudagaskóli kl. 10:00

Sunnudagaskóli í kirkjunni sunnudaginn 17. sept. kl. 10:00. Fjölbreytt, fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri – í umsjá Ísabellu Leifsdóttur.

Verið velkomin!

6W2A0564.sep.d.600

Nýr kirkjuvörður

Nýr kirkjuvörður Helgi Hjálmtýsson að nafni tók til starfa við Víðistaðakirkju þann 1. september síðastliðinn. Helgi er fæddur og uppalinn á Bíldudal í Arnarfirði. Hann er menntaður í bókmenntafræði, verkefnastjórnun og tónlist – og hefur starfað m.a. sem markaðs- og kynningarfulltrúi Bolungarvíkurkaupstaðar, vefsjóri Vesturbyggðar og í Fjármálaráðuneytinu, ýmis kirkjuleg störf og á tónlistarsviðinu. Helgi er giftur sr. Ástu Ingibjörgu Pétursdóttur og eiga þau tvær uppkomnar dætur.

Um leið og Helgi er boðinn velkominn til starfa er Benedikt Sigurðssyni fráfarandi kirkjuverði þökkuð vel unnin störf og óskað alls hins besta í nýjum verkefnum.

Gulur (Facebook Event Cover) (1)

Kyrrðar- og samverustund

Kyrrðar- og samverustund sunnudaginn 10. september kl. 17:00 á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni flytur hugleiðingu og Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti sjá um tónlistarflutning. Sr. Bragi J. Ingibergsson leiðir stundina.

Verið velkomin!

2012.5334

Fjölskylduhátíð 3. sept.

Fjölskylduhátíð sunnudaginn 3. sept. kl. 11:00 í umsjá Braga J. Ingibergssonar sóknarprests og Sveins Arnars Sæmundssonar organista. Barnakórinn mætir og hitar upp fyrir vetrarstarfið með öðrum kirkjugestum í almennum söng. Hressing í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni.

Verið velkomin!

2012.3189

Starf kirkjuvarðar

Starf kirkjuvarðar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 26. júní nk. nánari upplýsingar um starfsvið og hæfniskröfur má sjá hér á meðfylgjandi auglýsingu.

Hjól.3

Hjólreiðamessa 18. júní

Hjólreiðamessa sunnudaginn 18. júní. Hjólað er á milli kirknanna í hafnarfirði og Garðabæ og enda í Sumarmessu í Garðakirkju kl. 11:00. Tímasetningar má sjá á auglýsingunni:

90150536_3032115203518634_1822822779423031296_o

Sumarkirkjan

Eins og undanfarin ár verða sumarmessur í Garðakirkju á Álftanesi. Um er að ræða samstarfsverkefni Þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sem nefnist Sumarkirkjan. Það felur í sér að kirkjurnar sameinast um guðsþjónustuhald í júní, júlí og ágúst í Garðakirkju. Sumarmessur í Garðakirkju verða því á hverjum sunnudegi í sumar kl. 11:00. Eftir messu hverju sinni verður boðið upp á messukaffi og ýmiss konar viðburði í hlöðunni á Króki. Sjá nánar á Fb-síðu Sumarkirkjunnar.

Sumar.Bátar02

Sjómannadagsmessa kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og Edda Sólveig Þórarinsdóttir syngur einsöng. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Fyrir messu verður blómsveigur lagður að Altari sjómannsins, minnismerki um horfna sjómenn.

Verið velkomin!