www.kyrrdarbaen.is (Facebook Post).04

Kyrrðarbæn

Kyrrðarbænastundir í Víðistaðakirkju hefjast að nýju fimmtudaginn 5. október kl. 17:30.

Í vetur verður boðið upp á fræðslu, tónlist, djúpslökun, málsverði og margt fleira uppbyggjandi, kyrrlátt og gott auk bænar og íhugunar.

Verið öll hjartanlega velkomin á þessar yndislegu stundir sem eru samstarfsverkefni Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju. Umsjón með stundunum hafa Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Nánari upplýsingar: bylgja@hafnarfjardarkirkja.is

2012.5307b

Sunnudagur 24. sept.

Sunnudagaskóli kl. 10:00. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri.

Messa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna.

Kaffihressing í safnaðarsal að messu lokinni.

Verið velkomin!

Ísabella

Umsjón æskulýðsstarfs

Ísabella Leifsdóttir hefur verið ráðin til að sjá um æskulýðsstarf kirkjunnar. Ísabella er menntuð söngkona og hef einnig reynslu af störfum innan kirkjunnar, m.a. umsjón sunnudagaskóla og kórastarfi. Hún kemur til með að sjá um sunnudagaskólann og annað barnastarf og verður m.a. ásamt Sveini Arnari kórstjóra með barnakóra kirkjunnar. Er hún boðin velkomin til starfa.

6W2A0564.sep.d.600

Nýr kirkjuvörður

Nýr kirkjuvörður Helgi Hjálmtýsson að nafni tók til starfa við Víðistaðakirkju þann 1. september síðastliðinn. Helgi er fæddur og uppalinn á Bíldudal í Arnarfirði. Hann er menntaður í bókmenntafræði, verkefnastjórnun og tónlist – og hefur starfað m.a. sem markaðs- og kynningarfulltrúi Bolungarvíkurkaupstaðar, vefsjóri Vesturbyggðar og í Fjármálaráðuneytinu, ýmis kirkjuleg störf og á tónlistarsviðinu. Helgi er giftur sr. Ástu Ingibjörgu Pétursdóttur og eiga þau tvær uppkomnar dætur.

Um leið og Helgi er boðinn velkominn til starfa er Benedikt Sigurðssyni fráfarandi kirkjuverði þökkuð vel unnin störf og óskað alls hins besta í nýjum verkefnum.

Gulur (Facebook Event Cover) (1)

Kyrrðar- og samverustund

Kyrrðar- og samverustund sunnudaginn 10. september kl. 17:00 á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni flytur hugleiðingu og Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti sjá um tónlistarflutning. Sr. Bragi J. Ingibergsson leiðir stundina.

Verið velkomin!