6W2A0564.sep.d.600

Nýr kirkjuvörður

Nýr kirkjuvörður Helgi Hjálmtýsson að nafni tók til starfa við Víðistaðakirkju þann 1. september síðastliðinn. Helgi er fæddur og uppalinn á Bíldudal í Arnarfirði. Hann er menntaður í bókmenntafræði, verkefnastjórnun og tónlist – og hefur starfað m.a. sem markaðs- og kynningarfulltrúi Bolungarvíkurkaupstaðar, vefsjóri Vesturbyggðar og í Fjármálaráðuneytinu, ýmis kirkjuleg störf og á tónlistarsviðinu. Helgi er giftur sr. Ástu Ingibjörgu Pétursdóttur og eiga þau tvær uppkomnar dætur.

Um leið og Helgi er boðinn velkominn til starfa er Benedikt Sigurðssyni fráfarandi kirkjuverði þökkuð vel unnin störf og óskað alls hins besta í nýjum verkefnum.

Gulur (Facebook Event Cover) (1)

Kyrrðar- og samverustund

Kyrrðar- og samverustund sunnudaginn 10. september kl. 17:00 á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni flytur hugleiðingu og Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti sjá um tónlistarflutning. Sr. Bragi J. Ingibergsson leiðir stundina.

Verið velkomin!

90150536_3032115203518634_1822822779423031296_o

Sumarkirkjan

Eins og undanfarin ár verða sumarmessur í Garðakirkju á Álftanesi. Um er að ræða samstarfsverkefni Þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sem nefnist Sumarkirkjan. Það felur í sér að kirkjurnar sameinast um guðsþjónustuhald í júní, júlí og ágúst í Garðakirkju. Sumarmessur í Garðakirkju verða því á hverjum sunnudegi í sumar kl. 11:00. Eftir messu hverju sinni verður boðið upp á messukaffi og ýmiss konar viðburði í hlöðunni á Króki. Sjá nánar á Fb-síðu Sumarkirkjunnar.

music-note-design-element-doodle-260nw-666326815

Vorkvöld við Víðistaðatún

Sameiginlegir tónleikar norska kórsins John Tinnics frá Kristiansand í Noregi og Kórs Víðistaðasóknar kl. 20:00 föstudaginn 19. maí.

John Tinnics er blandaður kór með 20 söngglöðum félögum á öllum aldri. Kórarnir syngja í sitthvoru lagi en sameinast þó í einu lagi. Stjórnendur kóranna eru þau Irmelinn Ramo og Sveinn Arnar Sæmundsson.

342508825_462723489351928_518594015200606944_n

Uppstigningardagur 18. maí

Sameiginleg guðsþjónusta Víðistaðasóknar og Hafnarfjarðarsóknar á degi eldri borgara 18. maí kl. 14:00. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti spilar. Sr. Sighvatur Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Braga J. Ingibergssyni.

Veislukaffi í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni.

Verið velkomin!