305913605_8145844422123044_1737434517606916699_n

Vinir í Víðistaðakirkju

„Vinir í Víðistaðakirkju” er yfirskrift barnastarfs fyrir krakka í 1. – 6. bekk.

Þar verður m.a. boðið upp á kórsöng, hljóðfæraleik, leiklist, föndur og leiki.

Skipt verður upp í hópa og unnið eftir því sem andinn blæs í brjóst í hverju sinni 🙂

Umsjón með starfinu hafa Benni Sig og Sveinn Arnar.

Rafræn skráning hér en einnig er hægt að senda póst á vidistadakirkja77@gmail.com

Haust.Lauf02

Kyrrðar- og samverustund

Í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga verður haldin kyrrðar- og samverustund í Víðistaðakirkju miðvikudaginn 7. september kl. 20:00. Sr. Bragi leiðir stundina, Hafdís Huld Þórólfsdóttir og Björgvin Franz Gíslason flytja hugleiðingar og Sveinn Arnar heldur utan um tónlistina. Verið velkomin!