Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi um guðsþjónustuhald í júní, júlí og ágúst í Garðakirkju. Sumarmessur í Garðakirkju verða því á hverjum sunnudegi í sumar kl. 11:00 – og eftir messu hverju sinni verður boðið upp á messukaffi og ýmiss konar viðburði í hlöðunni á Króki. Sjá nánar Sumarmessur í Garðakirkju á FB.
Uppstigningardagur
Guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju á uppstigningardag kl. 14:00, sameiginlega fyrir Víðistaðasókn og Hafnarfjarðarsókn. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og sr. Bragi J. Ingibergsson þjóna. Egill Friðleifsson flytur hugvekju, Gaflarakórinn og félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Verið velkomin!
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 22. maí kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Verið velkomin!
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta sunnudaginn 15. maí kl. 11:00. Sóknarbandið, skipað þeim Sveini Arnari organista, Benna Sig. kirkjuverði og Ragnari Z. gjaldkera kirkjunnar, sér um tónlistarflutning. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Verið velkomin!
Plokkmessa
Plokkmessa kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Eftir guðsþjónustu verður farið út og plokkað í kringum kirkjuna og á Víðistaðatúni. Boðið verður upp á grillaðan plokkfisk að loknu verki. Gerum hreint fyrir okkar dyrum – og hjálpumst að við að fegra umhverfið. Verið velkomin!
Græn kirkja
Þriðjudaginn 26. apríl kom sr. Axel Árnason í heimsókn til okkar í Víðistaðakirkju. Kom hann frá umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og var erindið að færa okkur staðfestingarskjal þess efnis að Víðistaðakirkja væri nú orðin græn kirkja – undir yfirskriftinni „Græni söfnuðurinn okkar”. Víðistaðakirkja er þá komin í hóp u.þ.b. 20 kirkna sem hafa uppfyllt þau skilyrði sem þarf til að teljast grænn söfnuður. Þetta er sannarlega góður áfangi og hvetjandi í áframhaldandi vinnu að umhverfismálum innan safnaðarins.
Fjölskyldu- og vorhátíð
Sunnudaginn 1. maí kl. 11:00 höldum við fjölskyldu- og vorhátíð hér í Víðistaðakirkju. Við hefjum samveru í kirkjunni með söng og gleði. Sérstakur gestur er Einar Aron töframaður. Eftir stundina grillum við pylsur á kirkjutorginu.Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að koma og eiga góða stund með okkur. Verið velkomin!
Skátamessa
Skátamessa verður á sumardaginn fyrsta 21. apríl kl. 13:00 – á vegum Skátafélagsins Hraunbúa. Félagar úr Skátakórnum sjá um söng undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Ræðumaður er Harpa Ósk Valgeirsdóttir. Að lokinni guðsþjónustu verður gengið í skrúðgöngu frá kirkjunni að Thorsplani. Verið velkomin og gleðilegt sumar.
Fermingarskráning 2023
Skráning í fermingarfræðslu næsta vetur og í fermingu vorið 2023 er hafin í Víðistaðakirkju. Hægt er að skrá sig rafrænt hér.
Hátíðarmessa á páskadag
Hátíðarmessa á páskadagsmorgun kl. 9:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Ari Ólafsson tenór syngur einsöng. Prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Verið velkomin!