Skráning í fermingarfræðslu næsta vetur og í fermingu vorið 2023 er hafin í Víðistaðakirkju. Hægt er að skrá sig rafrænt hér.
Hátíðarmessa á páskadag
Hátíðarmessa á páskadagsmorgun kl. 9:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og Ari Ólafsson tenór syngur einsöng. Prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Verið velkomin!
Guðsþjónusta
Guðsþjónusta á föstudaginn langa 15. apríl kl. 11:00. Kristín Jóhannesdóttir leikur á orgel og sóknarprestur þjónar. Verið velkomin!
Fermingarmessa
Fermingarmessa á skírdag kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sóknarprestur þjónar. Verið velkomin!
Opið hús fyrir flóttafólk
Víðistaðakirkja tekur nú þátt í samstarfsverkefninu “Get together” með Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Hafnarfjarðarkirkju og Ástjarnarkirkju – sem felur í sér að skapa aðstöðu fyrir flóttafólk til að koma saman og bjóða jafnframt upp á dagskrá á fyrrnefndum stöðum. Hér í Víðistaðakirkju munum við bjóða upp á opið hús á þriðjudögum kl. 13:00 – 15:00 og sníðum dagskrána sérstaklega að eldri börnum og unglingum. Allt flóttafólk, hvaðan sem það kemur, er að sjálfsögðu velkomið.

Fermingarmessa
Fermingarmessa pálmasunnudag 10. apríl kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 10:00 uppi í norðursal kirkjunnar í umsjá Benna og Helgu. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Verið velkomin!
Fermingarmessa
Fermingarmessa sunnudaginn 3. apríl kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sóknarprestur sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar fyrir altari. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kl. 10:00. Benni og Helga sjá um stundina af sinni alkunnu snilld. Verið velkomin!
Messa – Ferming
Messa sunnudaginn 27. mars kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson þjónar. Eitt barn verður fermt í messunni. Verið velkomin!