Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 20. mars nk. kl. 15:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarfólk er hvatt til að mæta. Kaffiveitingar. Að loknum fundi verður svo mottumessa í kirkjunni kl. 17:00. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli 13. mars kl. 10:00 í umsjá Benna og Helgu. Skemmtileg stund með söng og gleði. Verið velkomin!
Frímúraramessa
Guðsþjónusta kl. 11:00 – kirkjuferð Frímúrarastúkunnar Hamars. Friðgeir Magni Baldursson prédikar. Bjarni Atlason og Benedikt Sigurðsson syngja við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar fyrir altari með aðstoð Hamarsbræðra. Allir velkomnir!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli 6. mars kl. 10:00 í umsjá Benna og Helgu. Fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri. Verið velkomin!
Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð á æskulýðsdaginn sunnudaginn 6. mars kl. 11:00. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Sveins Arnars organista. Sérstakur gestur er Már Gunnarsson tónlistarmaður. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli sunnudaginn 27. febrúar kl. 10:00. fjölbreytt og skemmtileg stund. Verið velkomin!
Orgelmessa
Orgelmessa sunnudaginn 27. febrúar kl. 11:00. Sveinn Arnar organisti spilar orgeltónlist úr ýmsum áttum, allt frá Bach til Queen. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli 20. febrúar.
Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Benna og Helgu. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Verið velkomin!
Guðsþjónusta á Konudaginn
Guðsþjónusta sunnudaginn 20. feb. kl. 11:00 á Konudaginn og Biblíudaginn. Konur úr Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Sveins Arnars organista og Alrún María Skarphéðinsdóttir, nemandi í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, leikur einleik á píanó. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Verið velkomin!
Sunnudagaskóli 13. febrúar
Sunnudagaskóli 13. febrúar kl. 10:00 í umsjá Benna og Helgu. Fjölbreytt, fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri. Verið velkomin!