Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði og Garðabæ, en þær standa að sumarmessum í Garðakirkju á Álftanesi alla sunnudaga kl. 11:00 í júní, júlí og ágúst. Sjá meðfylgjandi dagskrá.
Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði og Garðabæ, en þær standa að sumarmessum í Garðakirkju á Álftanesi alla sunnudaga kl. 11:00 í júní, júlí og ágúst. Sjá meðfylgjandi dagskrá.
Hin árlega blómasala Systrafélags kirkjunnar hófst í dag 26. maí kl. 11:00. Við blómasöluna verður kirkjutorgið fullt af lífi og litum og nú við opnunina bættust harmónikutónar við er Benedikt kirkjuvörður lék á nikkuna. Blómasalan er helsta fjáröflun Systrafélagsins og stendur nú yfir til 1. júní nk. eða meðan birgðir endast.
Dægurlagamessa verður sunnudagskvöldið 30. maí kl. 20:00. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar. Aðalsafnaðarfundur verður sama dag kl. 18:00 í safnaðarheimilinu á undan guðsþjónustunni. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Verið velkomin!
Hátíðarhelgistund verður á hvítasunnudagskvöld 23. maí kl. 20:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Gunnlaugur Stefánsson þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Verið velkomin!
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 30. maí nk. kl. 18:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf. Að loknum fundi verður svo dægurlagamessa í kirkjunni kl. 20:00. Verið velkomin!
Guðsþjónusta á uppstigningardag 13. maí kl. 11:00 tileinkuð eldri borgurum. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sr. Jónína Ólafsdóttir nýr sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju og sr. Bragi sóknarprestur Víðistaðakirkju þjóna með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Verið velkomin!
Helgistund sunnudaginn 9. maí kl. 11:00. Að henni lokinni höldum við út í góða veðrið og plokkum í kring um kirkjuna á Víðistaðatúni. eftir plokkið verður boðið upp á hressingu á kirkjutorginu. Tökum þátt í starfi „kirkju á grænni leið” og fegrum umhverfið. Verið velkomin!
Guðsþjónusta sunnudaginn 2. maí kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Verið velkomin!
Ný kirkjuvörður, Benedikt Sigurðsson, hefur hafið störf í Víðistaðakirkju. Benedikt mun jafnframt verða með í að leiða og byggja upp æskulýðsstarfið hjá okkur á komandi hausti. Benedikt er á 1.ári í guðfræði og mun stunda það nám samhliða starfi í Víðistaðakirkju. Benedikt hefur varið mest af sínum starfsferli fyrir vestan, í Bolungarvík og á Ísafirði en fluttist nýverið suður heiðar. Starfsferillinn spannar m.a. kennslu við Grunnskóla Ísafjarðar, íþróttaþjálfun, tónlistarflutning og starf sem forstöðumaður Félagsheimilis Bolungarvíkur – auk þess að eiga og reka gisti og veitingahús þar vestra. Benedikt hefur unnið mikið að tónlist með t.a.m Heru Björk, Bjartmari Guðlaugs, KK, Pálma Sigurhjartar, hljómsveitinni Albatross, Jógvani Hansen, Ara Ólafssyni og fl og fl. og gaf svo út hljómplötu árið 2020. Veturinn 2020-2021 vann Benedikt í Vídalínskirkju við afleysingar m.a. við fermingarfræðslu og sunnudagaskóla, samhliða störfum sem tónlistarmaður á bráðageðdeild Landspítala. Sóknarnefnd Víðistaðakirkju og samstarfsfólk býður Benedikt hjartanlega velkominn til starfa í Víðistaðakirkju.
Útför Birnu Berg Bernódusdóttur verður gerð frá Víðistaðakirkju föstudaginn 9. apríl nk. og hefst athöfnin kl. 11:00. Vegna sóttvarnaráðstafana verða aðeins nánustu vandamenn viðstaddir, en útförinni verður streymt á Youtube.com