90150536_3032115203518634_1822822779423031296_o

Sumarkirkjan

Guðsþjónusta í Garðakirkju á Álftanesi sunnudaginn 14. júní kl. 11:00. Um er að ræða samstarfsverkefni þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Eftir messu verður boðið upp á kirkjukaffi í hlöðunni á Króki. Verið velkomin!

90150536_3032115203518634_1822822779423031296_o

Sumarkirkjan

Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ: Víðistaðakirkju, Hafnarfjarðarkirkju, Ástjarnarkirkju, Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Vídalínskirkju og Bessastaðakirkju. Undir heiti Sumarkirkjunnar verður boðið upp á sameiginlegar guðsþjónustur í Garðakirkju á Álftanesi alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst kl. 11:00 – og koma þær í stað helgihalds í fyrrnefndum kirkjum nema í sérstökum tilvikum. Eftir messur verður boðið upp á kaffisamveru í hlöðunni á Króki.

102829146_4058968727477321_5157734730078093312_n

Síðasti séns

Blómasala Systrafélagsins hefur gengið mjög vel en henni lýkur á morgun 5. júní. Það er því síðasti séns að ná sér í falleg sumarblóm 🌼🌸🌺 Og nú í dag er einmitt veðrið til þess að mæta á planið við Víðistakirkju, kaupa blóm og fegra garðinn 🙂

vidistadakirkja-logo-200px

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta sunnudaginn 17. maí kl. 11:00. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni. Á dagskrá verða hefðbundin alafundarstörf.