Tónlistarguðsþjónusta

Í tónlistarguðsþjónustu sunnudaginn 29. september kl. 11:00 mun Ásbjörg Jónsdóttir tónskáld flytja eigin lög í bland við hugljúf djassskotin lög. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!

Messa

Messa kl. 11:00 sunnudaginn 22. september. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar með aðstoð messuþjóna. Kaffi í safnaðarsalnum að messu lokinni. Verið velkomin!

Sunnudagur 15. september

Poppmessa kl. 11:00.

Tónlistarkonan Madala sér um tónlistarflutning og sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Samvera með fermingarbörnum og foreldrum í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!

Fjölskylduhátíð

Fjölskylduhátíð og sunnudagaskóli sunnudaginn 8. sept. kl. 11:00. Margrét Lilja Vilmundardóttir og Pétur Georg Markan sjá um stundina ásamt Helgu Þórdísi organista. Þau lofa góðri stemningu og stuði í kirkjunni. Svo verður hressing í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!